Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2014 10:00 Vísir/AFP Forsvarsmenn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak hafa um árabil beðið stjórnvöld í Bandaríkjunum um að selja sér vopn. Beiðnum þar um hefur alltaf verið hafnað þar sem Bandaríkjamenn segjast eingöngu geta selt vopn til yfirvalda í Bagdad. Vígamenn IS samtakanna hafa unnið sigra gegn léttvopnuðum sveitum Kúrda í norðurhluta Írak á síðustu dögum. Í átökunum hafa þeir notast við mikið af vopnum og búnaði frá Bandaríkjunum. Íraski herinn hafði skilið vopnin eftir þegar hann flúði undan sókn IS. AP fréttaveitan segir vígamennina nú ógna Irbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins. Bandaríkin sendu 300 hernaðarráðgjafa til Írak í júní, en margir þerra halda til í Irbil. Bandaríkin hafa gert nokkrar loftárásir gegn IS á síðustu tveimur dögum, til að reyna að stöðva sókn þeirra gegn Kúrdum. Embættismenn sjálfstjórnarsvæðisins segja einnig að Bandaríkin hafi nú lofað að senda þeim vopn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast þó eingöngu útvega stjórnvöldum Írak vopn. Það hefur vakið upp þá spurningu hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna sé leynilega að útvega Kúrdum vopn, en embættismenn í Bandaríkjunum vilja hvorki staðfesta það né neita. CIA neitaði að tjá sig um málið þegar AP leitaði svara. Þá hafa þær raddir sem vilja að Bandaríkin sjái Kúrdum fyrir vopnum orðið háværari á síðustu dögum. „Ef yfirvöld í Bagdad eru ekki að sjá Kúrdum fyrir þeim vopnum sem þeir þurfa, ættum við að gera það sjálfir,“ segir þingmaðurinn Adam Schiff. Hershöfðinginn Michael Barbero, sem áður stjórnaði þjálfun íraska hersins, segir að eina leiðin til að stöðva sókn IS sé að vopna öryggisveitir í Írak og Kúrda. Samt séu Bandaríkin ekki að gera neitt til að styðja báða þessa aðila. Yfirvöld í Bagdad áttu á sínum tíma að útvega Kúrdum töluvert af vopnum sem komu frá Bandaríkjunum, en þau voru aldrei send til þeirra. Kúrda hefur lengi dreymt um að stofna sjálfstætt ríki og yfirvöld í Bagdad hafa ekki viljað gefa þeim of lausan taum. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Forsvarsmenn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak hafa um árabil beðið stjórnvöld í Bandaríkjunum um að selja sér vopn. Beiðnum þar um hefur alltaf verið hafnað þar sem Bandaríkjamenn segjast eingöngu geta selt vopn til yfirvalda í Bagdad. Vígamenn IS samtakanna hafa unnið sigra gegn léttvopnuðum sveitum Kúrda í norðurhluta Írak á síðustu dögum. Í átökunum hafa þeir notast við mikið af vopnum og búnaði frá Bandaríkjunum. Íraski herinn hafði skilið vopnin eftir þegar hann flúði undan sókn IS. AP fréttaveitan segir vígamennina nú ógna Irbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins. Bandaríkin sendu 300 hernaðarráðgjafa til Írak í júní, en margir þerra halda til í Irbil. Bandaríkin hafa gert nokkrar loftárásir gegn IS á síðustu tveimur dögum, til að reyna að stöðva sókn þeirra gegn Kúrdum. Embættismenn sjálfstjórnarsvæðisins segja einnig að Bandaríkin hafi nú lofað að senda þeim vopn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast þó eingöngu útvega stjórnvöldum Írak vopn. Það hefur vakið upp þá spurningu hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna sé leynilega að útvega Kúrdum vopn, en embættismenn í Bandaríkjunum vilja hvorki staðfesta það né neita. CIA neitaði að tjá sig um málið þegar AP leitaði svara. Þá hafa þær raddir sem vilja að Bandaríkin sjái Kúrdum fyrir vopnum orðið háværari á síðustu dögum. „Ef yfirvöld í Bagdad eru ekki að sjá Kúrdum fyrir þeim vopnum sem þeir þurfa, ættum við að gera það sjálfir,“ segir þingmaðurinn Adam Schiff. Hershöfðinginn Michael Barbero, sem áður stjórnaði þjálfun íraska hersins, segir að eina leiðin til að stöðva sókn IS sé að vopna öryggisveitir í Írak og Kúrda. Samt séu Bandaríkin ekki að gera neitt til að styðja báða þessa aðila. Yfirvöld í Bagdad áttu á sínum tíma að útvega Kúrdum töluvert af vopnum sem komu frá Bandaríkjunum, en þau voru aldrei send til þeirra. Kúrda hefur lengi dreymt um að stofna sjálfstætt ríki og yfirvöld í Bagdad hafa ekki viljað gefa þeim of lausan taum.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira