Þórarinn Ingi kemur inn með kraft og djöfulgang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2014 14:49 Brynjar Gauti Guðjónsson segist spenntur fyrir leiknum gegn KR. Vísir/Vilhelm ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 18:00 í kvöld. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður ÍBV, segir stemmninguna í Eyjaliðinu góða. „Stemmningin er virkilega góð. Menn eru spenntir fyrir að spila þennan mikilvæga leik. Það er Þjóðhátíð framundan og menn vilja byrja hana vel,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég býst við hörkuleik. Okkur hefur ekki gengið nógu gegn KR á undanförnum ár, en það er kominn tími til að breyta því og við ætlum að gera það í kvöld.“ ÍBV hefur gengið vel að undanförnu og unnið þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Byrjunin á mótinu var erfið en Brynjar er ánægður með framfarirnar sem Eyjaliðið hefur sýnt á síðustu vikum. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik og það er komið mikið sjálfstraust í liðið. Við spiluðum illa í upphafi móts og vorum að fá á okkur mikið af mörkum undir lok leikja,“ sagði Brynjar sem bætti við að fyrsti sigurinn hefði gefið liðinu mikið. „Við fengum meira sjálfstraust og héldum áfram að vinna í því sem þurfti að laga. Við erum orðnir nokkuð frambærilegir núna.“ Brynjar segir nýju leikmennina, sem ÍBV fékk í félagaskiptaglugganum, hafi komið vel inn í liðið. „Þórarinn (Ingi Valdimarsson) kemur inn með kraft og djöfulgang, en hann hefur verið að spila í toppdeild í Noregi. Isak Nylén eykur breiddina og það er gott að hafa hann á bekknum til að koma inn á og valda usla þegar þess þarf. Andri Ólafsson kemur svo með reynslu inn í hópinn, en hann þekkir allt og alla hérna enda Eyjamaður í húð og hár.“ Brynjar segir að liðsmenn ÍBV verði svo auðvitað á Þjóðhátíð um helgina. „Við erum á Eyjunni og förum ekkert af henni um helgina,“ sagði Brynjar í léttum dúr að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45 Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Grétari Sigfinni Sigurðarssyni og félögum hans í KR hefur gengið vel með ÍBV á undanförnum árum, sérstaklega í bikarkeppnini. 31. júlí 2014 13:00 Halda Óskar Örn og Kjartan Henry áfram að hrella ÍBV? | Myndbönd KR getur unnið ÍBV í bikarnum á útivelli í fjórða skiptið á fimm árum. 31. júlí 2014 12:30 Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 18:00 í kvöld. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður ÍBV, segir stemmninguna í Eyjaliðinu góða. „Stemmningin er virkilega góð. Menn eru spenntir fyrir að spila þennan mikilvæga leik. Það er Þjóðhátíð framundan og menn vilja byrja hana vel,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég býst við hörkuleik. Okkur hefur ekki gengið nógu gegn KR á undanförnum ár, en það er kominn tími til að breyta því og við ætlum að gera það í kvöld.“ ÍBV hefur gengið vel að undanförnu og unnið þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Byrjunin á mótinu var erfið en Brynjar er ánægður með framfarirnar sem Eyjaliðið hefur sýnt á síðustu vikum. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik og það er komið mikið sjálfstraust í liðið. Við spiluðum illa í upphafi móts og vorum að fá á okkur mikið af mörkum undir lok leikja,“ sagði Brynjar sem bætti við að fyrsti sigurinn hefði gefið liðinu mikið. „Við fengum meira sjálfstraust og héldum áfram að vinna í því sem þurfti að laga. Við erum orðnir nokkuð frambærilegir núna.“ Brynjar segir nýju leikmennina, sem ÍBV fékk í félagaskiptaglugganum, hafi komið vel inn í liðið. „Þórarinn (Ingi Valdimarsson) kemur inn með kraft og djöfulgang, en hann hefur verið að spila í toppdeild í Noregi. Isak Nylén eykur breiddina og það er gott að hafa hann á bekknum til að koma inn á og valda usla þegar þess þarf. Andri Ólafsson kemur svo með reynslu inn í hópinn, en hann þekkir allt og alla hérna enda Eyjamaður í húð og hár.“ Brynjar segir að liðsmenn ÍBV verði svo auðvitað á Þjóðhátíð um helgina. „Við erum á Eyjunni og förum ekkert af henni um helgina,“ sagði Brynjar í léttum dúr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45 Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Grétari Sigfinni Sigurðarssyni og félögum hans í KR hefur gengið vel með ÍBV á undanförnum árum, sérstaklega í bikarkeppnini. 31. júlí 2014 13:00 Halda Óskar Örn og Kjartan Henry áfram að hrella ÍBV? | Myndbönd KR getur unnið ÍBV í bikarnum á útivelli í fjórða skiptið á fimm árum. 31. júlí 2014 12:30 Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45
Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Grétari Sigfinni Sigurðarssyni og félögum hans í KR hefur gengið vel með ÍBV á undanförnum árum, sérstaklega í bikarkeppnini. 31. júlí 2014 13:00
Halda Óskar Örn og Kjartan Henry áfram að hrella ÍBV? | Myndbönd KR getur unnið ÍBV í bikarnum á útivelli í fjórða skiptið á fimm árum. 31. júlí 2014 12:30
Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00