Þórarinn Ingi kemur inn með kraft og djöfulgang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2014 14:49 Brynjar Gauti Guðjónsson segist spenntur fyrir leiknum gegn KR. Vísir/Vilhelm ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 18:00 í kvöld. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður ÍBV, segir stemmninguna í Eyjaliðinu góða. „Stemmningin er virkilega góð. Menn eru spenntir fyrir að spila þennan mikilvæga leik. Það er Þjóðhátíð framundan og menn vilja byrja hana vel,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég býst við hörkuleik. Okkur hefur ekki gengið nógu gegn KR á undanförnum ár, en það er kominn tími til að breyta því og við ætlum að gera það í kvöld.“ ÍBV hefur gengið vel að undanförnu og unnið þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Byrjunin á mótinu var erfið en Brynjar er ánægður með framfarirnar sem Eyjaliðið hefur sýnt á síðustu vikum. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik og það er komið mikið sjálfstraust í liðið. Við spiluðum illa í upphafi móts og vorum að fá á okkur mikið af mörkum undir lok leikja,“ sagði Brynjar sem bætti við að fyrsti sigurinn hefði gefið liðinu mikið. „Við fengum meira sjálfstraust og héldum áfram að vinna í því sem þurfti að laga. Við erum orðnir nokkuð frambærilegir núna.“ Brynjar segir nýju leikmennina, sem ÍBV fékk í félagaskiptaglugganum, hafi komið vel inn í liðið. „Þórarinn (Ingi Valdimarsson) kemur inn með kraft og djöfulgang, en hann hefur verið að spila í toppdeild í Noregi. Isak Nylén eykur breiddina og það er gott að hafa hann á bekknum til að koma inn á og valda usla þegar þess þarf. Andri Ólafsson kemur svo með reynslu inn í hópinn, en hann þekkir allt og alla hérna enda Eyjamaður í húð og hár.“ Brynjar segir að liðsmenn ÍBV verði svo auðvitað á Þjóðhátíð um helgina. „Við erum á Eyjunni og förum ekkert af henni um helgina,“ sagði Brynjar í léttum dúr að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45 Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Grétari Sigfinni Sigurðarssyni og félögum hans í KR hefur gengið vel með ÍBV á undanförnum árum, sérstaklega í bikarkeppnini. 31. júlí 2014 13:00 Halda Óskar Örn og Kjartan Henry áfram að hrella ÍBV? | Myndbönd KR getur unnið ÍBV í bikarnum á útivelli í fjórða skiptið á fimm árum. 31. júlí 2014 12:30 Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 18:00 í kvöld. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður ÍBV, segir stemmninguna í Eyjaliðinu góða. „Stemmningin er virkilega góð. Menn eru spenntir fyrir að spila þennan mikilvæga leik. Það er Þjóðhátíð framundan og menn vilja byrja hana vel,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég býst við hörkuleik. Okkur hefur ekki gengið nógu gegn KR á undanförnum ár, en það er kominn tími til að breyta því og við ætlum að gera það í kvöld.“ ÍBV hefur gengið vel að undanförnu og unnið þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Byrjunin á mótinu var erfið en Brynjar er ánægður með framfarirnar sem Eyjaliðið hefur sýnt á síðustu vikum. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik og það er komið mikið sjálfstraust í liðið. Við spiluðum illa í upphafi móts og vorum að fá á okkur mikið af mörkum undir lok leikja,“ sagði Brynjar sem bætti við að fyrsti sigurinn hefði gefið liðinu mikið. „Við fengum meira sjálfstraust og héldum áfram að vinna í því sem þurfti að laga. Við erum orðnir nokkuð frambærilegir núna.“ Brynjar segir nýju leikmennina, sem ÍBV fékk í félagaskiptaglugganum, hafi komið vel inn í liðið. „Þórarinn (Ingi Valdimarsson) kemur inn með kraft og djöfulgang, en hann hefur verið að spila í toppdeild í Noregi. Isak Nylén eykur breiddina og það er gott að hafa hann á bekknum til að koma inn á og valda usla þegar þess þarf. Andri Ólafsson kemur svo með reynslu inn í hópinn, en hann þekkir allt og alla hérna enda Eyjamaður í húð og hár.“ Brynjar segir að liðsmenn ÍBV verði svo auðvitað á Þjóðhátíð um helgina. „Við erum á Eyjunni og förum ekkert af henni um helgina,“ sagði Brynjar í léttum dúr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45 Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Grétari Sigfinni Sigurðarssyni og félögum hans í KR hefur gengið vel með ÍBV á undanförnum árum, sérstaklega í bikarkeppnini. 31. júlí 2014 13:00 Halda Óskar Örn og Kjartan Henry áfram að hrella ÍBV? | Myndbönd KR getur unnið ÍBV í bikarnum á útivelli í fjórða skiptið á fimm árum. 31. júlí 2014 12:30 Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45
Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Grétari Sigfinni Sigurðarssyni og félögum hans í KR hefur gengið vel með ÍBV á undanförnum árum, sérstaklega í bikarkeppnini. 31. júlí 2014 13:00
Halda Óskar Örn og Kjartan Henry áfram að hrella ÍBV? | Myndbönd KR getur unnið ÍBV í bikarnum á útivelli í fjórða skiptið á fimm árum. 31. júlí 2014 12:30
Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00