Brynjar Gauti: Fæ gult spjald fyrir að láta sparka í mig Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. júlí 2014 22:30 „Þetta er glötuð byrjun á Þjóðhátíð, þeir refsuðu okkur fyrir öll mistök og eiga sigurinn skilið,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður ÍBV, svekktur eftir 2-5 tap gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Brynjar Gauti var óánægður með Kjartan Henry Finnbogason, leikmann KR en þeim lenti saman í leiknum. „Ég stíg fyrir hann og hann tæklar mig. Við það lendi ég á honum og hann vill meina að ég hafi sparkað í sig sem hann svarar fyrir með því að setja sólann aftan í löppina á mér þegar ég ligg. Ég veit ekki hvort þetta sést á myndum en ég er með takkaför á lærinu,“ en Brynjar var ekki í vafa hvort þetta hefði verið viljandi. „Við töpuðum leiknum ekki á þessu en þetta var greinilegur ásetningur. Það var fúlt að hann skyldi komast upp með þetta og að ég fái gult spjald fyrir að láta sparka í mig,“ sagði Brynjar en Kjartan var ekki á sömu nótunum. „Við erum að berjast um boltann, hann steig mig út og ég hljóp inn í hann. Við það lenti hann á mér og ég reyndi bara að ná honum af mér. Þetta voru bara tveir fullorðnir menn að berjast um boltann, ég held að Gunnar Jarl, dómari leiksins, hafi gert rétt með að gefa báðum aðilum gult spjald,“ sagði Kjartan sem heyrði stuðningsmenn ÍBV syngja niðrandi söngva um sig á meðan leik stóð. „Ég heyrði þetta og hafði bara gaman af því. Ég reyni að svara fyrir mig á vellinum og ég tel að ég hafi náð því ágætlega í dag. Fyrst og fremst er það sigurinn sem skiptir máli, við erum á leiðinni í Laugardalinn og það er frábær tilfinning,“ sagði Kjartan.Alltaf gaman að koma til Eyja en shit hvað ég er ánægður að vera KR-ingur ! #allirsemeinn #égervístaumingi— Kjartan Henry (@kjahfin) July 31, 2014 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45 Rúnar: Fólk ætti að gleðjast yfir Kjartani Henry Rúnar Kristinsson hefur fengið nóg af því skítkasti sem Kjartan Henry Finnbogason þarf að þola af hálfu stuðningsmanna annarra liða í deildinni. 31. júlí 2014 20:33 Markasúpa er KR komst í úrslitin | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason er kominn með tvö mörk út í Vestmannaeyjum. 31. júlí 2014 18:39 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Þetta er glötuð byrjun á Þjóðhátíð, þeir refsuðu okkur fyrir öll mistök og eiga sigurinn skilið,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður ÍBV, svekktur eftir 2-5 tap gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Brynjar Gauti var óánægður með Kjartan Henry Finnbogason, leikmann KR en þeim lenti saman í leiknum. „Ég stíg fyrir hann og hann tæklar mig. Við það lendi ég á honum og hann vill meina að ég hafi sparkað í sig sem hann svarar fyrir með því að setja sólann aftan í löppina á mér þegar ég ligg. Ég veit ekki hvort þetta sést á myndum en ég er með takkaför á lærinu,“ en Brynjar var ekki í vafa hvort þetta hefði verið viljandi. „Við töpuðum leiknum ekki á þessu en þetta var greinilegur ásetningur. Það var fúlt að hann skyldi komast upp með þetta og að ég fái gult spjald fyrir að láta sparka í mig,“ sagði Brynjar en Kjartan var ekki á sömu nótunum. „Við erum að berjast um boltann, hann steig mig út og ég hljóp inn í hann. Við það lenti hann á mér og ég reyndi bara að ná honum af mér. Þetta voru bara tveir fullorðnir menn að berjast um boltann, ég held að Gunnar Jarl, dómari leiksins, hafi gert rétt með að gefa báðum aðilum gult spjald,“ sagði Kjartan sem heyrði stuðningsmenn ÍBV syngja niðrandi söngva um sig á meðan leik stóð. „Ég heyrði þetta og hafði bara gaman af því. Ég reyni að svara fyrir mig á vellinum og ég tel að ég hafi náð því ágætlega í dag. Fyrst og fremst er það sigurinn sem skiptir máli, við erum á leiðinni í Laugardalinn og það er frábær tilfinning,“ sagði Kjartan.Alltaf gaman að koma til Eyja en shit hvað ég er ánægður að vera KR-ingur ! #allirsemeinn #égervístaumingi— Kjartan Henry (@kjahfin) July 31, 2014
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45 Rúnar: Fólk ætti að gleðjast yfir Kjartani Henry Rúnar Kristinsson hefur fengið nóg af því skítkasti sem Kjartan Henry Finnbogason þarf að þola af hálfu stuðningsmanna annarra liða í deildinni. 31. júlí 2014 20:33 Markasúpa er KR komst í úrslitin | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason er kominn með tvö mörk út í Vestmannaeyjum. 31. júlí 2014 18:39 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45
Rúnar: Fólk ætti að gleðjast yfir Kjartani Henry Rúnar Kristinsson hefur fengið nóg af því skítkasti sem Kjartan Henry Finnbogason þarf að þola af hálfu stuðningsmanna annarra liða í deildinni. 31. júlí 2014 20:33
Markasúpa er KR komst í úrslitin | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason er kominn með tvö mörk út í Vestmannaeyjum. 31. júlí 2014 18:39