Íslenski boltinn

Heimir: Náði að rífast við flesta á svæðinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Heimir Guðjónsson lét heyra í sér.
Heimir Guðjónsson lét heyra í sér. vísir/daníel
„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Þetta var frábær karaktersigur hjá FH. Við vorum einum færri í 50 plús mínútur og kláruðum okkur vel af því. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á Breiðabliki í kvöld.

„Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel. Þeir komu út og pressuðu okkur. Við vorum búnir að búa okkur undir það en við leystum það ekki nógu vel og fórum ekki í þau svæði sem við vorum búnir að tala um að við ætluðum í.

„Þegar leið á hálfleikinn náðum við að leysa það betur og það var eins og við manninn mælt. Við skoruðum og fengum fín færi en svo þurftum við að verjast eftir að Kassim var rekinn af velli.

„Reynt lið eins og FH á ekki að fara á taugum eins og við gerðum og fá á okkur mark. Við áttum að  klára hálfleikinn betur,“ sagði Heimir sem lét mikið í sér heyra á hliðarlínunni í dag.

„Ég var óvenju heitur í kvöld og náði held ég að rífast við flesta á svæðinu, áhorfendur, Willum (Þór Þórsson) og einhverja fleiri. Ég hef ekkert út á dómgæsluna að setja. Þar sem ég stóð held ég að þetta hafi verið annað gula á Kassim.

„Maður er alltaf svo rólegur og þarf að koma pumpunni í gang stundum,“ sagði Heimir um rifrildi sitt við áhorfendur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×