Furðu lostin eftir búðarferð á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2014 13:25 "Þessi íslenska þörf að menga allt með lakkrís er svo sterk að hún yfirtók hvert eitt og einasta sælgæti í augnsýn.“ Leiðarahöfundur Vice, Hilary Pollack, furðar sig á matarvenjum Íslendinga eftir ferð hennar til Íslands. Hún byrjar pistil sinn á að biðja Íslendinga afsökunar, Ísland sé einn fallegasti staður á jörðu, en maturinn með þeim undarlegri. „Ég hélt, í það allra minnsta, að sælgætið væri öruggt. Sælgæti er sælgæti, ekki satt? Rangt! Svo rangt. Í ljósi þess að ég haga mér yfir höfuð eins og gráðugur krakki ákvað ég að kaupa þrjú súkkulaðistykki. Ég komst fljótt að því að allt var þetta súkkulaðihúðaður lakkrís. Þessi íslenska þörf að menga allt með lakkrís er svo sterk að hún yfirtók hvert eitt og einasta sælgæti í augnsýn,“ segir Hilary í pistli sínum sem ber yfirskriftina „Ísland ég elska þig, en matvöruverslanirnar eru skrítnar.“ Hilary hélt áfram að grennslast fyrir um það hvað hún gæti keypt í versluninni og sagðist hún gáttaðri með hverri mínútu sem leið. Sósurnar, áleggin, safarnir. Allt þótti henni þetta stórundarlegt.mynd/hilary pollack„Ég rak augun í safa sem heitir Brazzi. Framan á safanum mátti sjá þrekvaxin mann sem lítur út fyrir að vera ítalskur, með örþunnt yfirvaraskegg og með buff og hlífðargleraugu á höfðinu. Við hlið hans stóð stelpa með bleika hárkollu. Ég komst þó seinna að því að þetta eru persónur úr Latabæ. Umbúðirnar voru samt alveg jafn furðulegar þrátt fyrir það.“ Henni brá heldur betur í brún þegar hún kom að frystinum, því við henni blöstu sviðahausar. Hún sagðist hafa virt þá vel og lengi fyrir sér en gat ekki gert sér grein fyrir því hvaða dýr þetta kynni að vera. Trýnið væri þess eðlis að litlar líkur væru á að höfuðið væri af kind.mynd/hilary pollackÞá fannst henni sæta furðu hversu mikið af mjólkurvörum var í boði. „Ég í það minnsta held þetta hafi verið mjólk. Það var til dæmis bláberjamjólk og sveskjumjólk og þar fyrir neðan var gríðarlegt magn af skyri í allskyns bragðtegundum.“ „Á endanum ákvað ég að kaupa hrískökur, skoskan ost sem kallast Sheese, pítsu og klementínur sem síðar reyndust skemmdar. En þrátt fyrir það þurfti nánast að draga mig út úr versluninni. Það var skrítinn og dásamlega fallegur heimur þar inni,“ segir Hilary að lokum, alsæl með bæði búðarferðina og Íslandsferðina yfir höfuð. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Leiðarahöfundur Vice, Hilary Pollack, furðar sig á matarvenjum Íslendinga eftir ferð hennar til Íslands. Hún byrjar pistil sinn á að biðja Íslendinga afsökunar, Ísland sé einn fallegasti staður á jörðu, en maturinn með þeim undarlegri. „Ég hélt, í það allra minnsta, að sælgætið væri öruggt. Sælgæti er sælgæti, ekki satt? Rangt! Svo rangt. Í ljósi þess að ég haga mér yfir höfuð eins og gráðugur krakki ákvað ég að kaupa þrjú súkkulaðistykki. Ég komst fljótt að því að allt var þetta súkkulaðihúðaður lakkrís. Þessi íslenska þörf að menga allt með lakkrís er svo sterk að hún yfirtók hvert eitt og einasta sælgæti í augnsýn,“ segir Hilary í pistli sínum sem ber yfirskriftina „Ísland ég elska þig, en matvöruverslanirnar eru skrítnar.“ Hilary hélt áfram að grennslast fyrir um það hvað hún gæti keypt í versluninni og sagðist hún gáttaðri með hverri mínútu sem leið. Sósurnar, áleggin, safarnir. Allt þótti henni þetta stórundarlegt.mynd/hilary pollack„Ég rak augun í safa sem heitir Brazzi. Framan á safanum mátti sjá þrekvaxin mann sem lítur út fyrir að vera ítalskur, með örþunnt yfirvaraskegg og með buff og hlífðargleraugu á höfðinu. Við hlið hans stóð stelpa með bleika hárkollu. Ég komst þó seinna að því að þetta eru persónur úr Latabæ. Umbúðirnar voru samt alveg jafn furðulegar þrátt fyrir það.“ Henni brá heldur betur í brún þegar hún kom að frystinum, því við henni blöstu sviðahausar. Hún sagðist hafa virt þá vel og lengi fyrir sér en gat ekki gert sér grein fyrir því hvaða dýr þetta kynni að vera. Trýnið væri þess eðlis að litlar líkur væru á að höfuðið væri af kind.mynd/hilary pollackÞá fannst henni sæta furðu hversu mikið af mjólkurvörum var í boði. „Ég í það minnsta held þetta hafi verið mjólk. Það var til dæmis bláberjamjólk og sveskjumjólk og þar fyrir neðan var gríðarlegt magn af skyri í allskyns bragðtegundum.“ „Á endanum ákvað ég að kaupa hrískökur, skoskan ost sem kallast Sheese, pítsu og klementínur sem síðar reyndust skemmdar. En þrátt fyrir það þurfti nánast að draga mig út úr versluninni. Það var skrítinn og dásamlega fallegur heimur þar inni,“ segir Hilary að lokum, alsæl með bæði búðarferðina og Íslandsferðina yfir höfuð.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira