Enski boltinn

Heimsmeistararnir fá hvíld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger ásamt Thierry Henry, fyrrum lærisveini sínum hjá Arsenal.
Wenger ásamt Thierry Henry, fyrrum lærisveini sínum hjá Arsenal. Vísir/Getty
Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, hefur ýjað að því að hann muni hvíla hina nýkrýndu þýsku heimsmeistara, Mesut Özil, Lukas Podolski og Per Mertesacker, í upphafi komandi tímabils.

„Ég þarf að taka ákvörðun; á ég að taka þá strax inn í liðið, láta þá spila og missa þá síðan í október eða nóvember eða á ég að gefa þeim nauðsynlega hvíld og tækifæri til að safna kröftum á ný,“ sagði Wenger og bætti við:

„Ég hef valið seinni kostinn vitandi að það sé áhættusamt, því við eigum eftir að spila í fokeppni Meistaradeildar Evrópu. En það er ekki víst að þeir verði tilbúnir þá.“

Enginn ofantaldra leikmanna snýr aftur til æfinga fyrr en 11. ágúst, aðeins fimm dögum áður en Arsenal mætir Crystal Palace í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni. Heimsmeistararnir munu því missa af leiknum um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst.

Wenger, sem stýrði Arsenal til sigurs í ensku bikarkeppninni í vor, segir að tíminn á milli loka HM og upphafs úrvalsdeildarinnar sé of stuttur.

„Það er erfitt að sjá fyrir hvernig leikmenn muni höndla álagið, því tíminn til undirbúnings og hvíldar er of stuttur,“ sagði Wenger, en Arsenal endaði síðasta tímabil í 4. sæti og tryggði sér enn og aftur sæti í Meistaradeildinni.




Tengdar fréttir

Wenger lofar nýjum markverði | Casillas vill koma

Spænski knattspyrnumarkvörðuinn Iker Casillas hefur óskað eftir að fá að yfirgefa Real Madrid og er hann sagður vilja fara til Arsenal en Arsene Wenger segir að félagið muni semja við markvörð áður en sumarið er allt.

Arteta ekki á förum

Umboðsmaður Mikel Arteta tók fyrir að skjólstæðingur sinn væri á förum frá Arsenal en Arteta hefur verið orðaður við Fiorentina undanfarnar vikur.

Debuchy genginn til liðs við Arsenal

Arsenal gekk frá kaupunum á franska bakverðinum Mathieu Debuchy frá Newcastle rétt í þessu en honum er ætlað að fylla í skarð Bacary Sagna.

Arsenal lagði fram tilboð í Khedira

Spænski miðillinn AS fullyrðir í dag að Arsenal hafi lagt fram tilboð í Sami Khedira, leikmann Real Madrid og þýska landsliðsins.

United vill fá Vermaelen

Óvíst hvort belgíski miðvörðurinn Thomas Vermaelen verður áfram hjá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×