Kallar Özil alltaf bróður sinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2014 09:30 Sterkur svipur. „Ég hef oft sagt við manninn minn að ég ætti að reyna að græða eitthvað á þessu,“ segir kennarinn Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir hlæjandi. Hún er sláandi lík knattspyrnukappanum Mesut Özil en hún uppgötvaði það fyrir algjöra slysni. „Ég var að kenna fyrir nokkrum árum þegar Özil var að spila með Real Madrid. Nokkrir strákar byrjuðu að benda á mig í tímanum og ég spurði þá hvað væri í gangi. Þeir þorðu ekki að segja það við mig fyrst því þeir héldu að ég myndi móðgast. Síðan sögðu þeir mér að ég væri lík fótboltamanni sem héti Mesut Özil. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn. Ég ákvað að gúggla hann og sá strax líkindi með okkur,“ segir Sigríður, sem oftast gengur undir nafninu Sigga Lísa. Í kjölfarið setti Sigga Lísa mynd af Özil á Facebook og fékk vægast sagt góð viðbrögð.Siggu Lísu finnst mjög fyndið að henni sé líkt við knattspyrnukappann.Mynd/úr einkasafni„Það fannst öllum þetta sjúklega fyndið. Mig skiptir þetta engu máli og mér sjálfri finnst þetta mjög fyndið. Sérstaklega finnst mér fyndið að fólk hafi gaman af þessu og ég tek þessu létt,“ segir Sigga Lísa glöð í bragði. Hún hefur snúið þessu upp í grín. „Ég er aðdáandi hans á Facebook og Instagram og kalla hann alltaf bróður minn. Á öskudaginn ákvað ég að vera Özil og það sáu allir að ég var hann þótt ég væri ekki með nafnið hans aftan á treyjunni. Hann er samt örugglega ekki eins stoltur af þessu og ég.“ En eru engar líkur á að Sigga Lísa og Özil séu í raun skyld? „Ég hef spurt mömmu og hún segir nei. En hvað veit maður?“ Özil spilar með þýska landsliðinu sem keppir um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu næstu helgi. Sigga Lísa er að sjálfsögðu stolt af „bróður“ sínum. „Ég held með Þýskalandi af því að bróðir minn er í liðinu.“Özil spilar með Arsenal og þýska landsliðinu.vísir/getty Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Ég hef oft sagt við manninn minn að ég ætti að reyna að græða eitthvað á þessu,“ segir kennarinn Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir hlæjandi. Hún er sláandi lík knattspyrnukappanum Mesut Özil en hún uppgötvaði það fyrir algjöra slysni. „Ég var að kenna fyrir nokkrum árum þegar Özil var að spila með Real Madrid. Nokkrir strákar byrjuðu að benda á mig í tímanum og ég spurði þá hvað væri í gangi. Þeir þorðu ekki að segja það við mig fyrst því þeir héldu að ég myndi móðgast. Síðan sögðu þeir mér að ég væri lík fótboltamanni sem héti Mesut Özil. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn. Ég ákvað að gúggla hann og sá strax líkindi með okkur,“ segir Sigríður, sem oftast gengur undir nafninu Sigga Lísa. Í kjölfarið setti Sigga Lísa mynd af Özil á Facebook og fékk vægast sagt góð viðbrögð.Siggu Lísu finnst mjög fyndið að henni sé líkt við knattspyrnukappann.Mynd/úr einkasafni„Það fannst öllum þetta sjúklega fyndið. Mig skiptir þetta engu máli og mér sjálfri finnst þetta mjög fyndið. Sérstaklega finnst mér fyndið að fólk hafi gaman af þessu og ég tek þessu létt,“ segir Sigga Lísa glöð í bragði. Hún hefur snúið þessu upp í grín. „Ég er aðdáandi hans á Facebook og Instagram og kalla hann alltaf bróður minn. Á öskudaginn ákvað ég að vera Özil og það sáu allir að ég var hann þótt ég væri ekki með nafnið hans aftan á treyjunni. Hann er samt örugglega ekki eins stoltur af þessu og ég.“ En eru engar líkur á að Sigga Lísa og Özil séu í raun skyld? „Ég hef spurt mömmu og hún segir nei. En hvað veit maður?“ Özil spilar með þýska landsliðinu sem keppir um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu næstu helgi. Sigga Lísa er að sjálfsögðu stolt af „bróður“ sínum. „Ég held með Þýskalandi af því að bróðir minn er í liðinu.“Özil spilar með Arsenal og þýska landsliðinu.vísir/getty
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira