Erlent

Þriggja ára drengur bjargaði manni úr bíl

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá Keith Williams til vinstri og Bob King til hægri.
Hér má sjá Keith Williams til vinstri og Bob King til hægri.
Þriggja ára gamall drengur bjargaði manni sem var læstur inni í bíl í grennd við bæinn Knoxville í austurhluta Tennessee-fylkis í Bandaríkjunum á mánudaginn.

Bob King var búinn að vera læstur inni í bílnum sínum í um fimm mínútur þegar hinn þriggja ára gamli Keith Williams gekk framhjá. King var farið að vera ansi heitt inni í bílnum, að eigin sögn, en hitastigið utandyra var vel yfir 30 gráður. „Læsingin á bílnum hefur látið leiðinlega undanfarið,“ útskýrir King.

King náði að vekja athygli drengsins og tókst með einhverskonar táknmáli - auk þess að kalla - að útskýra að hann væri læstur inni í bílnum. Williams hljóp og náði í hjálp. Hann leitaði til prestsins í hverfinu sem kom og leysti málið. Í fjölmiðlum í Bandaríkjunum kemur fram að King eigi langa sjúkrasögu og að þetta hefði getað endað illa, ef Williams hefði ekki brugðist rétt við. „Ég hefði örugglega verið fastur þarna í tuttugu mínútur í viðbót,“ segir King við fjölmiðla.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×