Rúnar Páll: Okkar stærsti leikur | Aldrei séð Toft spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júlí 2014 14:30 Vísir/Daníel Stjörnumenn mæta Motherwell ytra í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Stjarnan fór auðveldlega með Bangor City frá Wales í fyrstu umferðinni, samanlagt 8-0, en Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, reiknar með mun erfiðari leik í kvöld. Hann segir að undirbúningur hafi gengið vel og að öll aðstaða sé til fyrirmyndar í Skotlandi. „Menn eru vel gíraðir í leikinn enda sá stærsti í sögu félagsins,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Motherwell hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor og Rúnar Páll segir að liðið sé afar sterkt. Það er hins vegar á miðju undirbúningstímabili og vonast þjálfarinn til að Stjörnumenn séu í betra standi. „Þar að auki eru nokkrar breytingar á liðinu. Þrír leikmenn eru farnir síðan á síðasta tímabili og einn meiddist í æfingaleik liðsins gegn Fulham um síðustu helgi. Liðið gæti því verið nokkuð breytt frá þeim leikjum sem við höfum séð og greint.“ Rúnar Páll reiknar með því að Skotarnir muni hefja leikinn af krafti, sækja grimmt reyna að skora snemma. „Við erum tilbúnir fyrir þann pakka. Hraðinn í þeirra leik er ólíkur þeim sem íslensk lið eru vön og við þurfum að vera undirbúnir fyrir það.“ Hann segir að áherslan verði fyrst og fremst lögð á varnarleikinn og að tryggja að Garðbæingar eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í næstu viku. „Við ætlum samt að vera óhræddir við að spila okkar leik enda skiptir máli að njóta þess að spila leiki sem þessa,“ ítrekar Rúnar Páll.Rolf Toft, nýi leikmaðurinn í liði Stjörnunnar, er kominn með leikheimild en Rúnar Páll segir að hann verði ekki í byrjunarliðinu í kvöld en gæti komið við sögu. Hann hefur þó ekki enn séð kappann spila. „Við treystum Henryk [Bödker, markvarða- og aðstoðarþjálfara Stjörnunnar] fyrir þessu. Hann hefur ekki klikkað hingað til,“ segir Rúnar Páll. „Við erum með ákveðna uppskrift af leikmönnum sem við viljum fá og Henryk hefur verið flinkur við að sigta þá út í Danmörku. Þessi strákur leit mjög vel út á æfingu í gær - í góðu formi, með góðar sendingar og er hraður.“ „Það er aldrei að vita hvort hann spili í kvöld - við metum það þegar þar að kemur.“ Leikurinn hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Fótbolti Tengdar fréttir Toft má spila með Stjörnunni í Skotlandi Danski framherjinn kemur til móts við liðið í dag og æfir síðdegis. 16. júlí 2014 13:30 Danskur framherji til Stjörnunnar Rolf Toft samdi við Stjörnuna í gær um að leika með liðinu út tímabilið. Verður hann því annar danski framherji liðsins á tímabilinu á eftir Jeppe Hansen sem lék níu leiki með liðinu. 15. júlí 2014 09:37 Stórsigur Stjörnunnar í Wales Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru Stjörnumenn á kostum gegn Bangor City í Wales. 10. júlí 2014 14:59 Ekkert íslenskt félag hefur unnið stærri sigur í fyrsta Evrópuleik Stjarnan varð í gærkvöldi aðeins fjórða íslenska félagið til að vinna fyrsta Evrópuleik sinn þegar Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur á velska liðinu Bangor City á Samsung-vellinum í Garðabæ. 4. júlí 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Stjörnumenn mæta Motherwell ytra í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Stjarnan fór auðveldlega með Bangor City frá Wales í fyrstu umferðinni, samanlagt 8-0, en Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, reiknar með mun erfiðari leik í kvöld. Hann segir að undirbúningur hafi gengið vel og að öll aðstaða sé til fyrirmyndar í Skotlandi. „Menn eru vel gíraðir í leikinn enda sá stærsti í sögu félagsins,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Motherwell hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor og Rúnar Páll segir að liðið sé afar sterkt. Það er hins vegar á miðju undirbúningstímabili og vonast þjálfarinn til að Stjörnumenn séu í betra standi. „Þar að auki eru nokkrar breytingar á liðinu. Þrír leikmenn eru farnir síðan á síðasta tímabili og einn meiddist í æfingaleik liðsins gegn Fulham um síðustu helgi. Liðið gæti því verið nokkuð breytt frá þeim leikjum sem við höfum séð og greint.“ Rúnar Páll reiknar með því að Skotarnir muni hefja leikinn af krafti, sækja grimmt reyna að skora snemma. „Við erum tilbúnir fyrir þann pakka. Hraðinn í þeirra leik er ólíkur þeim sem íslensk lið eru vön og við þurfum að vera undirbúnir fyrir það.“ Hann segir að áherslan verði fyrst og fremst lögð á varnarleikinn og að tryggja að Garðbæingar eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í næstu viku. „Við ætlum samt að vera óhræddir við að spila okkar leik enda skiptir máli að njóta þess að spila leiki sem þessa,“ ítrekar Rúnar Páll.Rolf Toft, nýi leikmaðurinn í liði Stjörnunnar, er kominn með leikheimild en Rúnar Páll segir að hann verði ekki í byrjunarliðinu í kvöld en gæti komið við sögu. Hann hefur þó ekki enn séð kappann spila. „Við treystum Henryk [Bödker, markvarða- og aðstoðarþjálfara Stjörnunnar] fyrir þessu. Hann hefur ekki klikkað hingað til,“ segir Rúnar Páll. „Við erum með ákveðna uppskrift af leikmönnum sem við viljum fá og Henryk hefur verið flinkur við að sigta þá út í Danmörku. Þessi strákur leit mjög vel út á æfingu í gær - í góðu formi, með góðar sendingar og er hraður.“ „Það er aldrei að vita hvort hann spili í kvöld - við metum það þegar þar að kemur.“ Leikurinn hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
Fótbolti Tengdar fréttir Toft má spila með Stjörnunni í Skotlandi Danski framherjinn kemur til móts við liðið í dag og æfir síðdegis. 16. júlí 2014 13:30 Danskur framherji til Stjörnunnar Rolf Toft samdi við Stjörnuna í gær um að leika með liðinu út tímabilið. Verður hann því annar danski framherji liðsins á tímabilinu á eftir Jeppe Hansen sem lék níu leiki með liðinu. 15. júlí 2014 09:37 Stórsigur Stjörnunnar í Wales Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru Stjörnumenn á kostum gegn Bangor City í Wales. 10. júlí 2014 14:59 Ekkert íslenskt félag hefur unnið stærri sigur í fyrsta Evrópuleik Stjarnan varð í gærkvöldi aðeins fjórða íslenska félagið til að vinna fyrsta Evrópuleik sinn þegar Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur á velska liðinu Bangor City á Samsung-vellinum í Garðabæ. 4. júlí 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Toft má spila með Stjörnunni í Skotlandi Danski framherjinn kemur til móts við liðið í dag og æfir síðdegis. 16. júlí 2014 13:30
Danskur framherji til Stjörnunnar Rolf Toft samdi við Stjörnuna í gær um að leika með liðinu út tímabilið. Verður hann því annar danski framherji liðsins á tímabilinu á eftir Jeppe Hansen sem lék níu leiki með liðinu. 15. júlí 2014 09:37
Stórsigur Stjörnunnar í Wales Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru Stjörnumenn á kostum gegn Bangor City í Wales. 10. júlí 2014 14:59
Ekkert íslenskt félag hefur unnið stærri sigur í fyrsta Evrópuleik Stjarnan varð í gærkvöldi aðeins fjórða íslenska félagið til að vinna fyrsta Evrópuleik sinn þegar Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur á velska liðinu Bangor City á Samsung-vellinum í Garðabæ. 4. júlí 2014 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti