Erlent

Segja hrap flugvélarinnar vera refsingu frá Guði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍSIR/GETTY
Westboro-baptistakirkjan í Kansas hefur farið hamförum á samfélagsmiðlum eftir hrap flugvélar Malaysia Airlines nú á fimmtudag en trúarhópurinn umdeildi segir andlát tæplega 300 farþegar vélarinnar vera refsingu frá Guði.

Innan við sólarhring frá hrapinu skrifaði baptistakirkjan margar færslur á Twitter-síðu sína sem snéru að ódæðinu og dauða vísindamannanna á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem voru á leið á ráðstefnu í Ástralíu um AIDS.

Kirkjan birti meðal annars mynd á síðu sinni með áletruninni "God's wrath is revealed“ (Reiði Guðs er afhjúpuð) en með myndinni settu þeir hlekk á heimasíðu sína þar sem hún segir að Guð hafi orsakað hrapið vegna afstöðu hans til þjóðerna farþeganna.





Á heimasíðu sinni vandaði hún íbúum Ástralíu, Þýskalands, Hollands, Malasíu og Indónesíu ekki kveðjurnar. Kirkjan segir að hún hafi varað þá við að ef þér létu ekki af "hórdómi“ sínum myndu þeir farast eins og komið hafi á daginn nú á fimmtudag.

Bandarískir fjölmiðlar veltu fyrir sér hvort að lækningu á AIDS hafi mögulega verið að finna í flugvélinni sem fórst í Úkraínu. Westboro-baptistakirkjan tísti að það þætti henni ólíklegt enda væri enga lækningu að finna við "bölvunum Guðs“.





Trúarhópurinn hefur lengi verið umdeildur fyrir öfgaskoðanir sínar – sérstaklega vegna afstöðu hans til samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×