Erlent

Stríðið í Sýrlandi laðar að ferðamenn

Randver Kári Randversson skrifar
Frá sýrlensku borginni Aleppo.
Frá sýrlensku borginni Aleppo. Vísir/AFP
Staðir við landamæri Ísraels og Sýrlands þar sem hægt er að fylgjast með borgarastríðinu í Sýrlandi eru orðnir vinsælir áfangastaðir meðal ferðamanna í Ísrael. Þetta kemur fram á vef danska ríkisútvarpsins.

Ferðamönnum, sem vilja upplifa borgarastríðið í  Sýrlandi, er nú boðið upp á að stöðva á ákveðnum stöðum í Ísrael þar sem sést yfir landamærin til Sýrlands.  Nálægðin við átökin er slík að með einföldum búnaði eins og sjónauka eða myndavél með aðdráttarlinsu er hægt að sjá það fram fer einungis nokkra kílómetra í burtu. Má þannig til dæmis sjá reyk frá handsprengjum eða jafnvel heyra skothljóð úr vélbyssum.

Svo miklar eru vinsældir þessara áfangastaða að á degi hverjum má sjá rútur fullar af ferðamönnum stöðva við sýrlensku landamærin og skiptir fjöldinn hundruðum sem vilja fá að skyggnast yfir landamærin þar sem borgarastyrjöldin geisar.

Mestar eru vinsældirnar meðal innlendra ísraelska ferðamanna og ferðamanna frá Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×