Fótbolti

Sjö af átján mörkum sextán liða úrslitanna komu í framlengingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku fagnar marki sínu.
Romelu Lukaku fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Mörkin í leikjunum átta í sextán liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu létu bíða svolítið eftir sér því ekki var skorað í fyrri hálfleik í sex síðustu leikjunum.

Fyrstu þrjú mörk sextán liða úrslitanna komu í fyrri hálfleik en eftir að Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kom Kólumbíu í 2-0 í seinni hálfleik á móti Úrúgvæ í öðrum leik sextán liða úrslitanna var ekki skorað mark í fyrri hálfleik.

Í þremur síðustu leikjunum var síðan ekki skorað fyrr en í framlengingu en þá litu líka sjö mörk dagsins ljós. Það voru skoruðu þrjú mörk í framlengingu í 2-1 sigri Þjóðverjar á Alsír í gærkvöldi og önnur þrjú mörk voru líka skoruð í framlengingu í 2-1 sigri Belga á Bandaríkjunum í kvöld.



Skipting markanna 18 í sextán liða úrslitunum:

Mörk í fyrri hálfleik - 3

Mörk í seinni hálfleik - 15

Mörk eftir 75 mínútu leikjanna - 13

Mörk í uppbótartíma venjulegs leiktíma - 3

Mörk í framlengingu - 7


Tengdar fréttir

Skrifuðu A-R-0-N á bringuna á sér

Aron Jóhannsson var á varamannabekknum hjá bandaríska landsliðinu í leiknum í kvöld á móti Belgíu í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu.

HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu

Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu.

Aron byrjar á bekknum

Aron Jóhannsson byrjar á varamannabekknum í leik Bandaríkjanna og Belgíu í 16-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar.

HM-messan gerir upp sextán liða úrslitin í kvöld

Sextán liða úrslitin á HM í Brasilíu klárast í kvöld og eftir seinni leik dagsins á milli Bandaríkjanna og Belgíu mun HM-messan gera upp alla leikina í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×