Fótbolti

Skrifuðu A-R-0-N á bringuna á sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron á einkastuðningshóp á pöllunum.
Aron á einkastuðningshóp á pöllunum. Mynd/Fésbókarsíða Arons Jóhannssonar
Aron Jóhannsson var á varamannabekknum hjá bandaríska landsliðinu í leiknum í kvöld á móti Belgíu í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu.

Aron hefur ekkert fengið að koma við sögu í síðustu leikjum liðsins eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum.

Aron Jóhannsson átti sína stuðningsmenn í stúkunni á Arena Fonte Nova í Salvador í kvöld því á fésbókarsíðu Arons má sjá mynd af þeim með íslenska fánann auk þess sem þeir mynda nafn hans saman: A-R-O-N.

Strákarnir eru allir íslenskir og heita Teitur Skúlason, Hrafnkell Hjörleifsson, Ásgeir Pétur og Gunnar Jóhannsson. Þeir fóru á nokkra leiki á HM í Brasilíu og mættu vel merktir á leikinn í kvöld.

Í samtali við Vísi sagði Teitur að þeir félagar hafi fengið að hitta Aron eftir leikinn og fengu að launum fyrir stuðninginn landsliðstreyjuna hans.


Tengdar fréttir

HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu

Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu.

Aron byrjar á bekknum

Aron Jóhannsson byrjar á varamannabekknum í leik Bandaríkjanna og Belgíu í 16-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar.

HM-messan gerir upp sextán liða úrslitin í kvöld

Sextán liða úrslitin á HM í Brasilíu klárast í kvöld og eftir seinni leik dagsins á milli Bandaríkjanna og Belgíu mun HM-messan gera upp alla leikina í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×