Fótbolti

Topplið riðlanna unnu alla átta leiki sextán liða úrslitanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Argentínumenn fagna í dag.
Argentínumenn fagna í dag. Vísir/Getty
Belgía og Argentína voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu en bæði liðin unnu í dag í framlengdum leik í sextán liða úrslitunum.

Þetta þýðir að öll átta liðin sem unnu sína riðla í riðlakeppni keppninnar unnu sína leiki í sextán liða úrslitunum. Það hefur ekki gerst áður á HM.

Brasilía, Kólumbía, Holland, Kosta Ríka, Frakkland og Þýskaland unnu öll sína riðla og fylgdu því eftir með því að vinna leiki sína í sextán liða úrslitunum.

Það var samt mikil spenna í öllum leikjum sem sést á því að fimm þeirra fóru í framlengingu, tveir enduðu í vítakeppni og tveir unnust á mörkum á lokamínútunum. Það var aðeins sigur Kólumbíu á Úrúgvæ sem skar sig úr.

Fyrir fjórum árum komust 7 af 8 sigurvegurum riðlanna áfram í átta liða úrslitin en það gekk ekki eins vel hjá liðunum sem unnu sína riðla á HM 2006 (6 af 8 áfram), á HM 2002 (4 af 8 áfram) og HM 1998 (6 af 8 áfram).


Tengdar fréttir

Skrifuðu A-R-0-N á bringuna á sér

Aron Jóhannsson var á varamannabekknum hjá bandaríska landsliðinu í leiknum í kvöld á móti Belgíu í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu.

HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu

Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu.

Aron byrjar á bekknum

Aron Jóhannsson byrjar á varamannabekknum í leik Bandaríkjanna og Belgíu í 16-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar.

HM-messan gerir upp sextán liða úrslitin í kvöld

Sextán liða úrslitin á HM í Brasilíu klárast í kvöld og eftir seinni leik dagsins á milli Bandaríkjanna og Belgíu mun HM-messan gera upp alla leikina í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×