HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2014 14:45 Kevin De Bruyne fagnar marki sínu. Vísir/Getty Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu. Romelu Lukaku kom inná sem varamaður í upphafi framlengingar eftir að stórskotahríð Belga hafði ekki borið árangur. Lukaku átti þátt í marki Kevin De Bruyne eftir þriggja mínútna leik og Romelu Lukaku skoraði síðan annað markið eftir sendingu frá De Bruyne skömmu fyrir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Táningurinn Julian Green minnkaði muninn í 2-1 í upphafi seinni hluta framlengingarinnar skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður og setti með því mikla spennu í lokakafla framlengingarinnar. Bandaríkjamenn fengu aukinn kraft með þessu marki og reyndu hvað þeir gátu til þess að tryggja sér vítaspyrnukeppni. Þeir sköpuðu sér nokkur góð færi en tókst ekki að jafna og Belgar fögnuðu sigri og leik á móti Argentínu í átta liða úrslitunum. Aron Jóhannsson sat allan tímann á bekknum í þessum leik og er nú á heimleið frá Brasilíu eins og félagar hans í bandaríska landsliðinu. Tim Howard átti magnaðan leik í marki bandaríska liðsins og varði alls fimmtán skot frá Belgum en hann átti ekki svör við skotum Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku í framlengingunni. Það tók Belga aðeins 40 sekúndur að komast í fyrsta færið í leiknum en Tim Howard varði þá frá Divock Origi sem slapp í gegn. Bandaríkjamenn voru oft með liðið sitt framarlega á vellinum í fyrri hálfleiknum sem opnaði fyrir margar hraðar skyndisóknir Belga sem sköpuðu nokkur góð færi fyrir Belga í fyrri hálfleiknum. Kevin De Bruyne var duglegur að búa til færi fyrir félaga sína og fékk einnig eitt mjög gott færi sjálfur. En ekkert mark leit þó dagsins ljós. Belgar tóku öll völd í seinni hálfleiknum og sköpuðu sér fjölda færa allan hálfleikinn. Divock Origi átti skalla í slána og hann lagði síðan upp gott færi fyrir Dries Mertens en skot hans fór framhjá. Origi var ekki hættur og fékk annað færi sem Tim Howard varði frábærlega. Howard var öflugur í marki bandaríska landsliðsins og varði mjög vel frá liðsfélag sínum í Everton-liðinu, Kevin Mirallas, á 76. mínútu leiksins. Howard varði líka vel frá Eden Hazard skömmu síðar og belgískt mark lá áfram í loftinu en leikmönnum liðsins virtist hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá þessum frábæra markverði. Belgar náðu ekki að skora og voru síðan heppnir að fá ekki á sig mark í blálokin. Chris Wondolowski kom inn á sem varamaður hjá bandaríska landsliðinu og hann fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma leiksins en skaut yfir markið. Það tók Belga aðeins þrjár mínútur að skora í framlengingunni og þá urðu vonir bandaríska liðsins nánast að engu. Belgar bættu við öðru marki í lok fyrri hluta framlengingarinnar og útlitið var svart. Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska liðsins, setti Julian Green inná í upphafi seinni hluta framlengingarinnar en ekki Aron Jóhannsson. Hinn 19 ára gamli Green svaraði kallinu því hann var fljótur að stimpla sig með því minnka muninn í 2-1 á 106. mínútu. Stórsókn Bandaríkjamanna í lokin bar ekki árangur og Aron Jóhannsson og félagar þurftu því að sætta sig við það að HM-ævintýrið er úti að þessu sinni.1-0 Kevin De Bruyne.Vísir/Getty2-0 Romelu Lukaku.Vísir/Getty2-1 Julian GreenVísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu. Romelu Lukaku kom inná sem varamaður í upphafi framlengingar eftir að stórskotahríð Belga hafði ekki borið árangur. Lukaku átti þátt í marki Kevin De Bruyne eftir þriggja mínútna leik og Romelu Lukaku skoraði síðan annað markið eftir sendingu frá De Bruyne skömmu fyrir lok fyrri hluta framlengingarinnar. Táningurinn Julian Green minnkaði muninn í 2-1 í upphafi seinni hluta framlengingarinnar skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður og setti með því mikla spennu í lokakafla framlengingarinnar. Bandaríkjamenn fengu aukinn kraft með þessu marki og reyndu hvað þeir gátu til þess að tryggja sér vítaspyrnukeppni. Þeir sköpuðu sér nokkur góð færi en tókst ekki að jafna og Belgar fögnuðu sigri og leik á móti Argentínu í átta liða úrslitunum. Aron Jóhannsson sat allan tímann á bekknum í þessum leik og er nú á heimleið frá Brasilíu eins og félagar hans í bandaríska landsliðinu. Tim Howard átti magnaðan leik í marki bandaríska liðsins og varði alls fimmtán skot frá Belgum en hann átti ekki svör við skotum Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku í framlengingunni. Það tók Belga aðeins 40 sekúndur að komast í fyrsta færið í leiknum en Tim Howard varði þá frá Divock Origi sem slapp í gegn. Bandaríkjamenn voru oft með liðið sitt framarlega á vellinum í fyrri hálfleiknum sem opnaði fyrir margar hraðar skyndisóknir Belga sem sköpuðu nokkur góð færi fyrir Belga í fyrri hálfleiknum. Kevin De Bruyne var duglegur að búa til færi fyrir félaga sína og fékk einnig eitt mjög gott færi sjálfur. En ekkert mark leit þó dagsins ljós. Belgar tóku öll völd í seinni hálfleiknum og sköpuðu sér fjölda færa allan hálfleikinn. Divock Origi átti skalla í slána og hann lagði síðan upp gott færi fyrir Dries Mertens en skot hans fór framhjá. Origi var ekki hættur og fékk annað færi sem Tim Howard varði frábærlega. Howard var öflugur í marki bandaríska landsliðsins og varði mjög vel frá liðsfélag sínum í Everton-liðinu, Kevin Mirallas, á 76. mínútu leiksins. Howard varði líka vel frá Eden Hazard skömmu síðar og belgískt mark lá áfram í loftinu en leikmönnum liðsins virtist hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá þessum frábæra markverði. Belgar náðu ekki að skora og voru síðan heppnir að fá ekki á sig mark í blálokin. Chris Wondolowski kom inn á sem varamaður hjá bandaríska landsliðinu og hann fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma leiksins en skaut yfir markið. Það tók Belga aðeins þrjár mínútur að skora í framlengingunni og þá urðu vonir bandaríska liðsins nánast að engu. Belgar bættu við öðru marki í lok fyrri hluta framlengingarinnar og útlitið var svart. Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska liðsins, setti Julian Green inná í upphafi seinni hluta framlengingarinnar en ekki Aron Jóhannsson. Hinn 19 ára gamli Green svaraði kallinu því hann var fljótur að stimpla sig með því minnka muninn í 2-1 á 106. mínútu. Stórsókn Bandaríkjamanna í lokin bar ekki árangur og Aron Jóhannsson og félagar þurftu því að sætta sig við það að HM-ævintýrið er úti að þessu sinni.1-0 Kevin De Bruyne.Vísir/Getty2-0 Romelu Lukaku.Vísir/Getty2-1 Julian GreenVísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira