Fótbolti

Aron byrjar á bekknum

Divock Origi fær tækifæri í byrjunarliði Belga.
Divock Origi fær tækifæri í byrjunarliði Belga. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson byrjar á varamannabekknum í leik Bandaríkjanna og Belgíu í 16-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar en leikurinn hefst klukkan 20.00. Jurgen Klinsmann gerir engar breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Þýskalandi.

Jozy Altidore tekur sér sæti á varamannabekk bandaríska liðsins en hann hefur æft undanfarna daga en er ekki tilbúinn til að leika frá byrjun.

Í liði Belga eru tíðindin að Divock Origi tekur sæti Romelu Lukaku í byrjunarliði Belga. Origi hefur komið á óvart í byrjun móts á meðan Lukaku hefur átt erfitt uppdráttar og er Origi launað með byrjunarliðssæti en hann skoraði sigurmark Belga í leik liðsins gegn Rússlandi.

Byrjunarlið Belgíu: Courtois - Alderweireld, Kompany, Van Buyten, Vertonghen - Witsel, Fellaini, De Bruyne; Mertens, Hazard - Origi.

Byrjunarlið Bandaríkjanna: Howard - Johnson, González, Besler, Beasley - Cameron, Jones, Bedoya, Bradley, Zusi - Dempsey.


Tengdar fréttir

HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu

Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×