Fótbolti

HM-met Tim Howard í markvörslu bjargaði ekki bandaríska liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tim Howard
Tim Howard Vísir/Getty
Bandaríska landsliðið er úr leik á HM í fótbolta í Brasilíu eftir 1-2 tap á móti Belgíu í kvöld í framlengdum leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar.

Tim Howard, markvörður bandaríska liðsins, átti frábæran leik en hann setti nýtt HM-met með því að verja sextán skot frá leikmönnum Belga í þessum leik.

„Tim Howard spilaði stórkostlega. Hann var magnaður og hélt okkur inn í leiknum. Hann á skilið mesta hrós í boði. Það var honum að þakka að við áttum möguleika að vinna leikinn í 120 mínútur," sagði Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins.

Hér fyrir neðan má sjá hrós frá Vincent Kompany, fyrirliða Belgíu, sem og mynd af öllum skotunum sem komu á Howard í leiknum.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Skrifuðu A-R-0-N á bringuna á sér

Aron Jóhannsson var á varamannabekknum hjá bandaríska landsliðinu í leiknum í kvöld á móti Belgíu í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu.

HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu

Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu.

Aron byrjar á bekknum

Aron Jóhannsson byrjar á varamannabekknum í leik Bandaríkjanna og Belgíu í 16-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×