Erlent

Hamas-samtökin reiðubúin í vopnahlé

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil spenna hefur verið á Gasa-ströndinni síðustu daga.
Mikil spenna hefur verið á Gasa-ströndinni síðustu daga. Vísir/AFP
Hamas-samtökin hafa boðist til að gera hlé á eldflaugaárásum sínum stöðvi Ísraelsher loftárásir sínar á Gasa-ströndina. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að egypskir embættismenn hafi haft milligöngu um mögulegan samning um vopnahlé milli deiluaðila. Ísraelsstjórn hefur enn ekki tjáð sig um málið.

Að sögn talsmanns Ísraelshers var fjórum eldflaugum skotið frá Gasa í gær, en engar tilkynningar bárust um mannskaða.

Mikil spenna er í austurhluta Jerúsalem vegna útfarar Mohammed Abu Khadir, sautján ára palestísks drengs, sem fullyrt er að hafi verið fyrst rænt og síðar myrtur til að hefna fyrir dauða þriggja ísraelskra unglinga sem myrtir voru á Vesturbakkanum. Mikil átök hafa verið á síðustu tvo daga milli grímuklæddra Palestínumanna og ísraelskrar lögreglu.


Tengdar fréttir

Mikil spenna vegna morðs á palestínskum unglingi

Spennan hefur aukist í samskiptum Ísraels og Palestínu vegna dauða fjögurra táninga. Palestínumenn hafa mótmælt á götum úti, og hefur grjótkasti mótmælenda verið svarað með gúmmíkúlum og táragasi lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×