Innlent

Flugvirkjar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flugvirkjar hafa gengið frá nýjum kjarasamningi en samninganefnd flugvirkja skrifaði undir nýjan samning húsnæði Ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í kvöld.

Flugvirkjarnir boðuðu verkfallsaðgerðir í byrjun júní en því var frestað þegar útlit var fyrir að lög yrðu sett á verkfallið.

„Þetta er samningur til ágúst 2017 og tekur á þessum atriðum sem við höfum verið að tala um að undanförnu,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar Félags flugvirkja, í samtali við Vísi.

Maríus segir að í nýjum kjarasamningin sé vinnufyrirkomulagið nokkuð breytt sem og vaktakerfið.

„Við eigum eftir að kynna samninginn fyrir félagsmönnum en erum samt sem áður mjög ánægðir með niðurstöðuna.“


Tengdar fréttir

Flugvirkjar íhuga að skjóta lagasetningu til Mannréttindadómstólsins

Flugvirkjafélag Íslands telur að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja lög á boðaðar verkfallsaðgerðir brjóti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um frelsi stéttarfélaga til að semja um kaup og kjör. Félagið íhugar að skjóta málinu Mannréttindadómstólsins.

Lögðu ekki gildru fyrir Alþingi

Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar Flugvirkjasambands Íslands, segir það fjarri lagi að atburðarásin á miðvikudag hafi verið fyrir fram ákveðin.

Flugvirkjar harma lagasetningu

Flugvirkjar segja ljóst að ríkisstjórn og alþingi munu keyra í gegn lagasetningu gegn boðaðri verkstöðvun flugvirkja og sú þróun sé sorgarefni fyrir Flugvirkjafélagið og stéttarfélög í heild sinni.

Samkeppni í flugrekstri

Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×