Innlent

Flugvirkjar íhuga að skjóta lagasetningu til Mannréttindadómstólsins

Höskuldur Kári Schram skrifar
Flugvirkjafélag Íslands telur að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja lög á boðaðar verkfallsaðgerðir brjóti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um frelsi stéttarfélaga til að semja um kaup og kjör. Félagið íhugar að skjóta málinu Mannréttindadómstólsins.



„Við höfum það til skoðunar og íhugum alvarleg að gera það. Minn vilji stendur til þess að láta á þetta reyna fyrir dómstólum og ef þarf alla leið fyrir Mannréttindadómstólnum. Að okkar mati er bara komið nóg af þessum lagasetningum sem við teljum að séu bara glórulausar. Við höfum lent í þessu áður og við kærum okkur ekki um að lenda í þessu aftur, þessu órétti, það er bara kominn tími til að stoppa þetta með þeim ráðum sem duga,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×