Innlent

Flugvirkjar boða til félagsfundar á mánudag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fari flugvirkjar Icelandair í verkfall má búast við röskun á flugi.
Fari flugvirkjar Icelandair í verkfall má búast við röskun á flugi. Fréttablaðið/Anton
Samninganefnd flugvirkja sem starfa hjá Icelandair fundaði í fjórða sinn hjá Ríkissáttasemjara í gær en lítið miðar í kjaradeilu þeirra.

Flugvirkjarnir boðuðu verkfallsaðgerðir í byrjun júní en því var frestað þegar útlit var fyrir að lög yrðu sett á verkfallið.

Samkvæmt heimildum fréttastofu á að boða til félagsfundar í röðum flugvirkja á mánudag þar sem farið verður fram á endurnýjun verkfallsheimildar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×