Löw: Fjarvera Neymar og Silva veikir ekki Brasilíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júlí 2014 23:30 Vísir/Getty Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, á ekki von á veikara brasilísku liði þó svo að Thiago Silva og Neymar verði ekki með. Liðin eigast við í undanúrslitum HM í Brasilíu annað kvöld. Silva, sem er fyrirliði Brasilíu, verður í banni og þá er Neymar frá vegna meiðsla. Neymar er með brákaðan hryggjarlið en hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt til viðbótar í fimm leikjum Brasilíu í keppninni til þessa. „Það stafar ekki minni hætta af liðinu nú,“ sagði Löw. „Neymar er vissulega mjög sterkur leikmaður en fjarvera hans mun hleypa enn meiri krafti í félaga hans.“ „Þetta hefur gerst hjá öðrum liðum áður. Aðrir leikmenn þurfa að taka á sig meiri ábyrgð og liðið mun biðja þjóð sína um enn meiri stuðning nú þegar Neymar er frá.“Joachim Löw á æfingu þýska landsliðsins.Vísir/Getty„Dante mun fylla léttilega í skarðið sem Thiago Silva skilur eftir sig. Enginn á von á því að hann muni spila verr gegn Þýskalandi en Silva myndi gera,“ sagði Löw en Dante er á mála hjá Bayern München. Löw á því von á afar erfiðum leik. „Við erum að spila gegn 200 milljónum Brasilíumanna. Við verðum með heila þjóð gegn okkur. Maður getur ekki óskað sér neins betra en að spila gegn gestgjöfunum - nema kannski að vinna úrslitaleikinn.“ „En það er afar spennandi að vera kominn áfram í undanúrslit þessarar keppni.“ HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Neymar hélt að hann væri lamaður Þjálfari brasilíska landsliðsins, Luiz Felipe Scolari, segir að stjarna liðsins, Neymar, hafi verið hræddur um að vera lamaður er hann meiddist í leiknum gegn Kólumbíu á föstudag. 7. júlí 2014 11:30 Nýja miðvarðarpar PSG sá um Kólumbíu - Brasilía í undanúrslit Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. 4. júlí 2014 12:22 Áfrýjun Silva hafnað David Luiz verður fyrirliði Brasilíu í undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi. 7. júlí 2014 21:30 Dómarinn sem missti af bitinu hjá Suárez dæmir á morgun Mexíkóinn Marco Rodríguez dæmir leik Brasilíu og Þýskalands í undanúrslitum HM. 7. júlí 2014 10:00 Neymar: Draumurinn lifir ennþá Brasilíumaðurinn Neymer segir að draumur sinn sé ekki á enda. 5. júlí 2014 23:30 Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12 Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30 Brasilía áfrýjar leikbanni Thiago Silva Brasilíu hefur áfrýjað gula spjaldinu sem fyrirliðinn Thiago Silva fékk í leiknum gegn Kólumbíu í 8-liða úrslitum HM. 6. júlí 2014 20:00 Læknir Brasilíumanna segir að Neymar verði ekki meira með á HM Læknir brasilíska landsliðsins í fótbolta staðfesti í kvöld að Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, verði ekki meira með á HM í fótbolta í Brasilíu en framherjinn snjalli meiddist á baki í kvöld í 2-1 sigri Brasilíu á Kólumbíu. 5. júlí 2014 00:16 Ekki refsað fyrir fólskulegt brot á Neymar Kólumbíumanninum Juan Zuniga verður ekki refsað fyrir brotið á Neymar. 7. júlí 2014 20:45 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, á ekki von á veikara brasilísku liði þó svo að Thiago Silva og Neymar verði ekki með. Liðin eigast við í undanúrslitum HM í Brasilíu annað kvöld. Silva, sem er fyrirliði Brasilíu, verður í banni og þá er Neymar frá vegna meiðsla. Neymar er með brákaðan hryggjarlið en hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt til viðbótar í fimm leikjum Brasilíu í keppninni til þessa. „Það stafar ekki minni hætta af liðinu nú,“ sagði Löw. „Neymar er vissulega mjög sterkur leikmaður en fjarvera hans mun hleypa enn meiri krafti í félaga hans.“ „Þetta hefur gerst hjá öðrum liðum áður. Aðrir leikmenn þurfa að taka á sig meiri ábyrgð og liðið mun biðja þjóð sína um enn meiri stuðning nú þegar Neymar er frá.“Joachim Löw á æfingu þýska landsliðsins.Vísir/Getty„Dante mun fylla léttilega í skarðið sem Thiago Silva skilur eftir sig. Enginn á von á því að hann muni spila verr gegn Þýskalandi en Silva myndi gera,“ sagði Löw en Dante er á mála hjá Bayern München. Löw á því von á afar erfiðum leik. „Við erum að spila gegn 200 milljónum Brasilíumanna. Við verðum með heila þjóð gegn okkur. Maður getur ekki óskað sér neins betra en að spila gegn gestgjöfunum - nema kannski að vinna úrslitaleikinn.“ „En það er afar spennandi að vera kominn áfram í undanúrslit þessarar keppni.“
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Neymar hélt að hann væri lamaður Þjálfari brasilíska landsliðsins, Luiz Felipe Scolari, segir að stjarna liðsins, Neymar, hafi verið hræddur um að vera lamaður er hann meiddist í leiknum gegn Kólumbíu á föstudag. 7. júlí 2014 11:30 Nýja miðvarðarpar PSG sá um Kólumbíu - Brasilía í undanúrslit Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. 4. júlí 2014 12:22 Áfrýjun Silva hafnað David Luiz verður fyrirliði Brasilíu í undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi. 7. júlí 2014 21:30 Dómarinn sem missti af bitinu hjá Suárez dæmir á morgun Mexíkóinn Marco Rodríguez dæmir leik Brasilíu og Þýskalands í undanúrslitum HM. 7. júlí 2014 10:00 Neymar: Draumurinn lifir ennþá Brasilíumaðurinn Neymer segir að draumur sinn sé ekki á enda. 5. júlí 2014 23:30 Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12 Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30 Brasilía áfrýjar leikbanni Thiago Silva Brasilíu hefur áfrýjað gula spjaldinu sem fyrirliðinn Thiago Silva fékk í leiknum gegn Kólumbíu í 8-liða úrslitum HM. 6. júlí 2014 20:00 Læknir Brasilíumanna segir að Neymar verði ekki meira með á HM Læknir brasilíska landsliðsins í fótbolta staðfesti í kvöld að Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, verði ekki meira með á HM í fótbolta í Brasilíu en framherjinn snjalli meiddist á baki í kvöld í 2-1 sigri Brasilíu á Kólumbíu. 5. júlí 2014 00:16 Ekki refsað fyrir fólskulegt brot á Neymar Kólumbíumanninum Juan Zuniga verður ekki refsað fyrir brotið á Neymar. 7. júlí 2014 20:45 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Sjá meira
Neymar hélt að hann væri lamaður Þjálfari brasilíska landsliðsins, Luiz Felipe Scolari, segir að stjarna liðsins, Neymar, hafi verið hræddur um að vera lamaður er hann meiddist í leiknum gegn Kólumbíu á föstudag. 7. júlí 2014 11:30
Nýja miðvarðarpar PSG sá um Kólumbíu - Brasilía í undanúrslit Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. 4. júlí 2014 12:22
Áfrýjun Silva hafnað David Luiz verður fyrirliði Brasilíu í undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi. 7. júlí 2014 21:30
Dómarinn sem missti af bitinu hjá Suárez dæmir á morgun Mexíkóinn Marco Rodríguez dæmir leik Brasilíu og Þýskalands í undanúrslitum HM. 7. júlí 2014 10:00
Neymar: Draumurinn lifir ennþá Brasilíumaðurinn Neymer segir að draumur sinn sé ekki á enda. 5. júlí 2014 23:30
Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12
Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30
Brasilía áfrýjar leikbanni Thiago Silva Brasilíu hefur áfrýjað gula spjaldinu sem fyrirliðinn Thiago Silva fékk í leiknum gegn Kólumbíu í 8-liða úrslitum HM. 6. júlí 2014 20:00
Læknir Brasilíumanna segir að Neymar verði ekki meira með á HM Læknir brasilíska landsliðsins í fótbolta staðfesti í kvöld að Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, verði ekki meira með á HM í fótbolta í Brasilíu en framherjinn snjalli meiddist á baki í kvöld í 2-1 sigri Brasilíu á Kólumbíu. 5. júlí 2014 00:16
Ekki refsað fyrir fólskulegt brot á Neymar Kólumbíumanninum Juan Zuniga verður ekki refsað fyrir brotið á Neymar. 7. júlí 2014 20:45