Fótbolti

Neymar: Draumurinn lifir ennþá

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar sárþjáður.
Neymar sárþjáður. Vísir/Getty
Brasilíski framherjinn, Neymar, fór af velli í 2-1 sigri Brasilíu á Kólumbíu í gær vegna meiðsla. Neymer segir að draumur hans sé eki á enda.

„Ég er viss um að liðsfélagar mínir geri allt til þess að draumur minn rætist, en draumur minn er að verða heimsmeistari."

„Draumur minn var einnig að spila í úrslitaleik HM, en á þessum tímapunkti gengur það ekki upp. Ég er viss um að liðsfélagar mínir vinni titilinn og ég mun fagna eins og allir Brasilíumenn."

„Þetta er mjög erfitt og ég á engin orð yfir hvað er að fara í gegnum hausinn á mér. Eina sem ég get sagt er að ég verð kominn fyrr en áætlað er," sagði brasilíski snillingurinn að lokum.

Brasilía mætir Þýskalandi í undanúrslitum á þriðjudaginn, en þar verða Brasilíumenn án Neymar og Thiago Silva, sem tekur út leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×