Fótbolti

Brasilía áfrýjar leikbanni Thiago Silva

Vísir/Getty
Brasilíu hefur áfrýjað gula spjaldinu sem fyrirliðinn Thiago Silva fékk í leiknum gegn Kólumbíu í 8-liða úrslitum HM.

Thiago fékk afar heimskulegt gult spjald þegar hann fór í markvörð Kólumbíu, David Ospina, þegar hann var að sparka frá marki.

Þetta var annað gula spjald Silva í mótinu og er hann því á leið í leikbann og mun ekki spila með Brasilíu í undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi, nema FIFA þurrki gula spjaldið út.

„Ég get staðfest að við höfum fengið áfrýjun frá brasilíska knattspyrnusambandinu og það er verið að fara yfir þetta," sagði Delia Fischer, fjölmiðlafulltrúi FIFA.

Fifa hefur einnig staðfest að það sé að skoða tæklingu Juan Zuniga, leikmanns Kólumbíu, á Neymar, eins og flestir vita mun Neymar ekki spila meira á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×