Erlent

Fjöldi látinna eykst og eykst á Gasa

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmenn palestínskra yfirvalda segja 35 hafa látist og tæplega 400 særst í loftárásum Ísraelshers síðustu klukkustundir.
Talsmenn palestínskra yfirvalda segja 35 hafa látist og tæplega 400 særst í loftárásum Ísraelshers síðustu klukkustundir. Vísir/AFP
Fjöldi látinna í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndina síðustu klukkustundirnar heldur áfram að hækka. Á sama tíma fer eldflaugaárásum herskárra Palestínumanna fjölgandi og ná flaugarnar sífellt lengra inn í landið.

Talsmenn Palestínustjórnar segja að tala látinna sé nú komin upp í 35 eftir árásir næturinnar. Að sögn eru um helmingur fórnarlamba óbreyttir borgarar, einnig konur og börn. Þá hafa 370 manns hafa særst.

Benjamin Netanyahu Ísraelsforseti hefur heitið því að leggja aukinn kraft í árásir á liðsmenn Hamas-samtakanna á Gasaströndinni eftir samræður sínar við hershöfðingja Ísraelshers í dag. Á vef BBC er haft eftir liðsmanni Hamas að allir Ísraelsmenn séu nú skotmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×