Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 0-1 | Haukur Páll tryggði Val þrjú stig Ólafur Haukur Tómasson skrifar 22. júní 2014 00:01 Vísir/Vilhelm Valsmenn gerðu sér góða ferð norður yfir heiðar og unnu 1-0 sigur á Þór í dag. Haukur Páll Sigurðsson skoraði mark Vals snemma leiks eftir hornspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Leikurinn var mjög bragðdaufur og alls ekki mikið fyrir augað. Gestirnir í Val komust yfir eftir fimmtán mínútna leik þegar boltinn barst til Hauks Páls eftir mikinn atgang í vítateig Þórs eftir hornspyrnu. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Hauk sem kom boltanum í netið. Nær ekkert marktækt gerðist í leiknum eftir það en leikurinn einkenndist af miklu hnoði, baráttu og óskemmtilegum fótbolta. Var það ekki fyrr en undir lok leiksins sem smá spenna komst í leikinn. Besta tilraun Þórs í leiknum kom úr viðstöðulausu skoti Shawn Nicklaws sem Fjalar Þorgeirsson í marki Vals þurfti að hafa sig allan við og blakaði honum í þverslánna undir lok leiksins. Tilraun Nicklaw var það næsta sem heimamenn komust að því að jafna metin áður en dómari leiksins, Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði til leiksloka. Með sigrinum koma Valsmenn í fimmtán stig í deildinni en Þór situr enn við botninn með fimm stig. Magnús: Sýndum baráttu og viljaMagnús Gylfason, þjálfari Vals, var ánægður með kraftinn, viljann og þrautseigjuna í sínum mönnum í dag í viðtölum eftir leik. Magnús taldi að það hafi skilað Valsliðinu langt í þessum sigri. „Leikurinn byrjaði vel hjá okkur, við náðum fljótlega yfirhöndinni og skoruðum snemma. Í seinni hálfleiknum leystist þetta aðeins meira upp í kýlingar og háa bolta, við ætluðum ekkert að fara í það en þegar leið á leikinn þá þéttum við hópinn og héldum þeim frá okkar marki.“ „Allt sem ég vildi sjá kom fram í dag ég vildi sjá vilja, baráttu og kraftur í mönnum. Auðvitað hefðum við getað tapað þessu niður þarna í lokinn þegar þeir urðu aðgangsharðari en við héldum þessu út. Við vildum gera betur fótboltalega en við vildum fyrst og fremst ná í stigin og sýna baráttu og vilja," sagði Magnús. Í seinni hálfleik skipaði dómari leiksins Hauki Pál Sigurðarsyni, markaskorara Vals, að fara útaf og fá aðhlynningu en Haukur var vankaður eftir höfuðhögg. Hauki var á endanum en Magnús segir stöðuna á honum óvitaða. „Hann segist hafa það ágætt. Hann svimaði eitthvað en er vonandi í lagi. Við óttumst að þetta sé heilahristingur en það kemur í ljós ef hann byrjar að æla í rútunni," sagði Magnús léttur. Valur eru með fimmtán stig eftir níu leiki, en Magnús er ekki ánægður með stöðu Vals á þessum tímapunkti „Ekki alveg. Við höfum spilað virkilega vel flest alla leikina en hefðum getað haft fleiri stig í viðbót en við erum að ná því róli sem við vildum. Við vildum reyna að ná Evrópusæti og erum enn í þeim pakka," svaraði Magnús. Páll Viðar: Fúlt að ná ekki í stig á heimavelli„Við reyndum að berja á þeim í seinni hálfleik en það gekk ekki upp og það er hrikalega fúlt að takast ekki að ná í stig á heimavelli," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, hundfúll þegar hann var spurður út í leik Þórs í dag. Bæði liðin spiluðu bikarleik í síðustu viku og töpuðu bæði. Leikur Þórs og Breiðabliks fór í framlengingu en lítill kraftur var í leik Þórs. „Það var ekki sprækt Þórs lið sem mætti hérna í þegar flautað var á. Það var greinilegt að þeir vildu þetta meira og voru greinilega ekki eins þreyttir ef menn vilja meina að þetta sé vegna þess hve stutt hefur verið á milli leikja hjá okkur.“ „Þeir voru grimmari en við og okkur gekk illa að ná að opna þá og vinna seinni boltana sem er oft mjög mikilvægt í leikjum þar sem boltinn er oft meira í loftinu en á jörðinni. Þeir voru grimmari og uppskáru líklega verðskuldaðan sigur," viðurkenndi Páll. Chukwudi Chijindu markahæsti leikmaður Þórs á síðustu leiktíð lætur enn bíða eftir sér og er ekki enn búinn að spila leik í sumar en hann hefur verið meiddur. Hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum Þórs, er hann að koma til? „Vonandi spilar hann næsta leik en á meðan hann er ekki full klár í að berjast og slást eins og hinir strákarnir þá verður hann ekki valinn en um leið og hann getur það þá er ég viss um að hann komi til baka sterkari en nokkru sinni áður," Þór situr við botninn á töflunni og er Páll Viðar óánægður með spilamennsku og frammistöðu sinna manna það sem af er liðið leiktíðar. „Klárleg vonbrigði, við erum bara með fimm stig eftir níu leiki og ef þetta heldur áfram þá förum við lóðrétt niður. Ég trúi að það sé meira skap í okkur Þórsurum en það að við förum að kasta handklæðinu strax," sagði Páll. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Valsmenn gerðu sér góða ferð norður yfir heiðar og unnu 1-0 sigur á Þór í dag. Haukur Páll Sigurðsson skoraði mark Vals snemma leiks eftir hornspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Leikurinn var mjög bragðdaufur og alls ekki mikið fyrir augað. Gestirnir í Val komust yfir eftir fimmtán mínútna leik þegar boltinn barst til Hauks Páls eftir mikinn atgang í vítateig Þórs eftir hornspyrnu. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Hauk sem kom boltanum í netið. Nær ekkert marktækt gerðist í leiknum eftir það en leikurinn einkenndist af miklu hnoði, baráttu og óskemmtilegum fótbolta. Var það ekki fyrr en undir lok leiksins sem smá spenna komst í leikinn. Besta tilraun Þórs í leiknum kom úr viðstöðulausu skoti Shawn Nicklaws sem Fjalar Þorgeirsson í marki Vals þurfti að hafa sig allan við og blakaði honum í þverslánna undir lok leiksins. Tilraun Nicklaw var það næsta sem heimamenn komust að því að jafna metin áður en dómari leiksins, Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði til leiksloka. Með sigrinum koma Valsmenn í fimmtán stig í deildinni en Þór situr enn við botninn með fimm stig. Magnús: Sýndum baráttu og viljaMagnús Gylfason, þjálfari Vals, var ánægður með kraftinn, viljann og þrautseigjuna í sínum mönnum í dag í viðtölum eftir leik. Magnús taldi að það hafi skilað Valsliðinu langt í þessum sigri. „Leikurinn byrjaði vel hjá okkur, við náðum fljótlega yfirhöndinni og skoruðum snemma. Í seinni hálfleiknum leystist þetta aðeins meira upp í kýlingar og háa bolta, við ætluðum ekkert að fara í það en þegar leið á leikinn þá þéttum við hópinn og héldum þeim frá okkar marki.“ „Allt sem ég vildi sjá kom fram í dag ég vildi sjá vilja, baráttu og kraftur í mönnum. Auðvitað hefðum við getað tapað þessu niður þarna í lokinn þegar þeir urðu aðgangsharðari en við héldum þessu út. Við vildum gera betur fótboltalega en við vildum fyrst og fremst ná í stigin og sýna baráttu og vilja," sagði Magnús. Í seinni hálfleik skipaði dómari leiksins Hauki Pál Sigurðarsyni, markaskorara Vals, að fara útaf og fá aðhlynningu en Haukur var vankaður eftir höfuðhögg. Hauki var á endanum en Magnús segir stöðuna á honum óvitaða. „Hann segist hafa það ágætt. Hann svimaði eitthvað en er vonandi í lagi. Við óttumst að þetta sé heilahristingur en það kemur í ljós ef hann byrjar að æla í rútunni," sagði Magnús léttur. Valur eru með fimmtán stig eftir níu leiki, en Magnús er ekki ánægður með stöðu Vals á þessum tímapunkti „Ekki alveg. Við höfum spilað virkilega vel flest alla leikina en hefðum getað haft fleiri stig í viðbót en við erum að ná því róli sem við vildum. Við vildum reyna að ná Evrópusæti og erum enn í þeim pakka," svaraði Magnús. Páll Viðar: Fúlt að ná ekki í stig á heimavelli„Við reyndum að berja á þeim í seinni hálfleik en það gekk ekki upp og það er hrikalega fúlt að takast ekki að ná í stig á heimavelli," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, hundfúll þegar hann var spurður út í leik Þórs í dag. Bæði liðin spiluðu bikarleik í síðustu viku og töpuðu bæði. Leikur Þórs og Breiðabliks fór í framlengingu en lítill kraftur var í leik Þórs. „Það var ekki sprækt Þórs lið sem mætti hérna í þegar flautað var á. Það var greinilegt að þeir vildu þetta meira og voru greinilega ekki eins þreyttir ef menn vilja meina að þetta sé vegna þess hve stutt hefur verið á milli leikja hjá okkur.“ „Þeir voru grimmari en við og okkur gekk illa að ná að opna þá og vinna seinni boltana sem er oft mjög mikilvægt í leikjum þar sem boltinn er oft meira í loftinu en á jörðinni. Þeir voru grimmari og uppskáru líklega verðskuldaðan sigur," viðurkenndi Páll. Chukwudi Chijindu markahæsti leikmaður Þórs á síðustu leiktíð lætur enn bíða eftir sér og er ekki enn búinn að spila leik í sumar en hann hefur verið meiddur. Hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum Þórs, er hann að koma til? „Vonandi spilar hann næsta leik en á meðan hann er ekki full klár í að berjast og slást eins og hinir strákarnir þá verður hann ekki valinn en um leið og hann getur það þá er ég viss um að hann komi til baka sterkari en nokkru sinni áður," Þór situr við botninn á töflunni og er Páll Viðar óánægður með spilamennsku og frammistöðu sinna manna það sem af er liðið leiktíðar. „Klárleg vonbrigði, við erum bara með fimm stig eftir níu leiki og ef þetta heldur áfram þá förum við lóðrétt niður. Ég trúi að það sé meira skap í okkur Þórsurum en það að við förum að kasta handklæðinu strax," sagði Páll.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01