Enski boltinn

Athletic Bilbao hafnaði tilboði í Herrera

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ander Herrera í leik gegn Barcelona.
Ander Herrera í leik gegn Barcelona. Vísir/Getty
Athletic Bilbao birti rétt í þessu tilkynningu á heimasíðu sinni að þeir hefðu hafnað tilboði Manchester United í Ander Herrera.

Talið var víst að hann yrði kynntur sem leikmaður Manchester United á morgun en það verður einhver töf á því á meðan félögin komast að samkomulagi.

Í tilkynningunni kemur fram að Athletic Bilbao hafi hafnað í vikunni tilboði upp á 36 milljónir evra fyrir Ander Herrera og að tilboðið hafi komið frá Manchester United.

Í samningi Herrera kemur fram að félagið geti ekki hafnað slíku tilboði en það virðist aðeins vera gagnvart spænskum félögum og þurfa rauðu djöflarnir að hækka tilboð sitt ætli þeir sér að næla í spænska miðjumanninn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×