Erlent

Maður handtekinn vegna ránsins á systrunum í Noregi

Randver Kári Randversson skrifar
Systurnar tvær, Rajana og Somaja.
Systurnar tvær, Rajana og Somaja. Mynd/norska lögreglan
Lögreglan í Heiðmörk í Noregi hefur farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri, sem grunaður er um aðild að ráninu á stúlkunum tveimur í Kongsvinger á þriðjudag. Þetta kemur fram á vef Verdens Gang.

Maðurinn er eigandi annars tveggja bíla sem lögregla hefur lýst eftir í tengslum við málið og er talinn hafa tengsl við föður stúlknanna, Mansur Mashahev, sem er 43 ára gamall Téténi.

Báðir foreldrar stúlknanna eru nú eftirlýstir í Noregi í tengslum við brotthvarf stúlknanna, sem eru 6 og 8 ára gamlar systur, og var rænt úr skólabíl af grímuklæddum mönnum á þriðjudag. Áður hefur komið fram að Mahasev var ákærður fyrir vanrækslu á dætrum sínum og hafa þær því búið hjá norskri fósturfjölskyldu síðan um áramótin, en ekki er búið að dæma í málinu.

Sérfræðingur sem Verdens Gang talaði við segist óttast að stúlkurnar séu hugsanlega komnar til Rússlands og þá geti norsk lögregluyfirvöld lítið aðhafst í málinu.  


Tengdar fréttir

Móðirin grunuð um verknaðinn

Þrír grímuklæddir menn námu stúlkurnar tvær, sex og átta ára gamlar systur, úr skólabíl í Kongsvinger á brott í gær og hefur ekkert spurst til þeirra síðan þá.

Húsleit gerð á heimili föðurins

Faðir stúlknanna tveggja sem rænt var í Noregi er grunaður um verknaðinn, en hann var á dögunum ákærður fyrir vanrækslu á börnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×