Íranar reiðubúnir að verja helga staði í Írak Randver Kári Randversson skrifar 18. júní 2014 13:38 Hassan Rouhani, forseti Írans, hét því í gær að verja helga staði sjía í Írak. Vísir/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, hét því í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að verja heilaga staði sjía-múslima í Írak ef nauðsyn krefðist. Þetta kemur fram á vef Reuters. Rouhani sagði að íranska þjóðin myndi ekki hika við að verja helgidóma í Karbala, Najaf, Kadhimiya og Samarra. Jafnframt sagði forsetinn að fjöldi fólks í Íran væri reiðubúinn að fara til Írak til að berjast, en lagði þó áherslu á að Írakar væru færir um að verja sig sjálfir, þar sem sjíar, súnnítar og kúrdar væru tilbúnir til að færa fórnir. Hörð átök eru nú á svæðinu norður af Bagdad þar sem er að finna marga af helgustu stöðum sjía-múslima. Stjórnarherinn leitast nú við að verja borgina Samarra, sem er einn helgasti staður sjía-múslima en talið er að uppreisnarmenn muni einnig sækja að borgunum Najaf og Karbala sem hafa tilheyrt sjía-múslimum frá því á miðöldum. Átökin í Írak að undanförnu gætu snúist upp í stríð á milli trúarhópa þar sem uppreisnarmenn í Írak, sem leiddir eru af samtökunum ISIS, eru að stærstum hluta súnnítar en meirihluti írösku þjóðarinnar eru sjíar og eru þeir í meirihluta í ríkisstjórn Íraks. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23 Ráðist á stærstu olíuhreinsunarstöð Íraks Auknar líkur á olíuskorti og rafmagnsleysi í Írak. 18. júní 2014 10:39 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, hét því í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að verja heilaga staði sjía-múslima í Írak ef nauðsyn krefðist. Þetta kemur fram á vef Reuters. Rouhani sagði að íranska þjóðin myndi ekki hika við að verja helgidóma í Karbala, Najaf, Kadhimiya og Samarra. Jafnframt sagði forsetinn að fjöldi fólks í Íran væri reiðubúinn að fara til Írak til að berjast, en lagði þó áherslu á að Írakar væru færir um að verja sig sjálfir, þar sem sjíar, súnnítar og kúrdar væru tilbúnir til að færa fórnir. Hörð átök eru nú á svæðinu norður af Bagdad þar sem er að finna marga af helgustu stöðum sjía-múslima. Stjórnarherinn leitast nú við að verja borgina Samarra, sem er einn helgasti staður sjía-múslima en talið er að uppreisnarmenn muni einnig sækja að borgunum Najaf og Karbala sem hafa tilheyrt sjía-múslimum frá því á miðöldum. Átökin í Írak að undanförnu gætu snúist upp í stríð á milli trúarhópa þar sem uppreisnarmenn í Írak, sem leiddir eru af samtökunum ISIS, eru að stærstum hluta súnnítar en meirihluti írösku þjóðarinnar eru sjíar og eru þeir í meirihluta í ríkisstjórn Íraks.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23 Ráðist á stærstu olíuhreinsunarstöð Íraks Auknar líkur á olíuskorti og rafmagnsleysi í Írak. 18. júní 2014 10:39 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Sjá meira
Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23
Ráðist á stærstu olíuhreinsunarstöð Íraks Auknar líkur á olíuskorti og rafmagnsleysi í Írak. 18. júní 2014 10:39