Innlent

„Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni"

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sigmundur Davíð segir að harkalega hafi verið ráðist á oddvita flokksins í Reykjavík.
Sigmundur Davíð segir að harkalega hafi verið ráðist á oddvita flokksins í Reykjavík.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að harkalega hafi verið ráðist á oddvita flokksins í borginni í kosningabaráttunni. Þessi lýsti hann yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu um hálf tvö í nótt.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í borginni, var mikið í umræðunni, eftir ummæli hennar um lóðarúthlutun til Félags múslima. Ummælin féllu fyrir átta dögum síðan og hafa verið ofarlega á baugi í fréttaflutningi síðan.Sigmundur segir að moskumálið hafi líklega vakið athygli kjósenda á öðrum málum flokksins, eins og skipulagsmálum. „Svo hefur flugvallarmálið líklega verið mikilvægara en menn trúðu í upphafi.“Honum var bent á að gagnrýni á Sveinbjörgu hafi einnig komið innan úr Framsóknarflokknum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður og Samband ungs Framsóknarfólks, lýstu yfir vanþóknun sinni á ummælum Sveinbjargar.Sigmundur segir að ummæli Sveinbjargar hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. „Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ En hann viðurkennir þó að ummælin hafi vakið athygli á Framsókn í Reykjavík og öðrum málefnum flokksins. Hann sagði kosningabaráttuna geta verið erfiða fyrir framboð ef þau næðu ekki að láta rödd sína heyrast.


Tengdar fréttir

Meirihlutinn í Reykjavík fallinn

Samfylkingin fær samkvæmt nýjustu tölum fimm fulltrúa en Björt framtíð tvo. Framsóknarflokkur nær tveim mönnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.