„Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 01:39 Sigmundur Davíð segir að harkalega hafi verið ráðist á oddvita flokksins í Reykjavík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að harkalega hafi verið ráðist á oddvita flokksins í borginni í kosningabaráttunni. Þessi lýsti hann yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu um hálf tvö í nótt. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í borginni, var mikið í umræðunni, eftir ummæli hennar um lóðarúthlutun til Félags múslima. Ummælin féllu fyrir átta dögum síðan og hafa verið ofarlega á baugi í fréttaflutningi síðan. Sigmundur segir að moskumálið hafi líklega vakið athygli kjósenda á öðrum málum flokksins, eins og skipulagsmálum. „Svo hefur flugvallarmálið líklega verið mikilvægara en menn trúðu í upphafi.“ Honum var bent á að gagnrýni á Sveinbjörgu hafi einnig komið innan úr Framsóknarflokknum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður og Samband ungs Framsóknarfólks, lýstu yfir vanþóknun sinni á ummælum Sveinbjargar. Sigmundur segir að ummæli Sveinbjargar hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. „Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ En hann viðurkennir þó að ummælin hafi vakið athygli á Framsókn í Reykjavík og öðrum málefnum flokksins. Hann sagði kosningabaráttuna geta verið erfiða fyrir framboð ef þau næðu ekki að láta rödd sína heyrast. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Munu leggja til að lóðaúthlutun til mosku verði dregin til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, önnur kona á lista Framsóknarflokksins er ánægð með að meirihlutinn sé fallinn. 1. júní 2014 01:32 „Þetta er bara að skella í andlitinu á okkur núna“ S. Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar segist ekkert hafa rætt við Dag B. Eggertsson oddvita Samfylkingarinnar um hvaða flokk þeir myndu vilja taka með í meirihlutasamstarf í Reykjavík. 1. júní 2014 01:10 Meirihlutinn í Reykjavík fallinn Samfylkingin fær samkvæmt nýjustu tölum fimm fulltrúa en Björt framtíð tvo. Framsóknarflokkur nær tveim mönnum. 1. júní 2014 01:00 Meirihlutinn í borginni aftur á réttum kili Samfylkingin tekur mann af Sjálfstæðisflokki samkvæmt nýjustu tölum í borginni. 1. júní 2014 01:54 Frambjóðendur í tilfinningarússíbana: Inn og út úr borgarstjórn "Það er allavega ekki hægt að segja annað en að þetta sé spennandi kosninganótt.“ 1. júní 2014 02:06 Framsóknarkonur fagna: „Ég held að konur geti allt“ Framsóknarkonur í Reykjavík sungu lagið Fljúgum hærra hátt og snjallt á kosningavöku Framsóknar í kvöld. 1. júní 2014 01:39 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að harkalega hafi verið ráðist á oddvita flokksins í borginni í kosningabaráttunni. Þessi lýsti hann yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu um hálf tvö í nótt. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í borginni, var mikið í umræðunni, eftir ummæli hennar um lóðarúthlutun til Félags múslima. Ummælin féllu fyrir átta dögum síðan og hafa verið ofarlega á baugi í fréttaflutningi síðan. Sigmundur segir að moskumálið hafi líklega vakið athygli kjósenda á öðrum málum flokksins, eins og skipulagsmálum. „Svo hefur flugvallarmálið líklega verið mikilvægara en menn trúðu í upphafi.“ Honum var bent á að gagnrýni á Sveinbjörgu hafi einnig komið innan úr Framsóknarflokknum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður og Samband ungs Framsóknarfólks, lýstu yfir vanþóknun sinni á ummælum Sveinbjargar. Sigmundur segir að ummæli Sveinbjargar hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. „Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ En hann viðurkennir þó að ummælin hafi vakið athygli á Framsókn í Reykjavík og öðrum málefnum flokksins. Hann sagði kosningabaráttuna geta verið erfiða fyrir framboð ef þau næðu ekki að láta rödd sína heyrast.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Munu leggja til að lóðaúthlutun til mosku verði dregin til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, önnur kona á lista Framsóknarflokksins er ánægð með að meirihlutinn sé fallinn. 1. júní 2014 01:32 „Þetta er bara að skella í andlitinu á okkur núna“ S. Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar segist ekkert hafa rætt við Dag B. Eggertsson oddvita Samfylkingarinnar um hvaða flokk þeir myndu vilja taka með í meirihlutasamstarf í Reykjavík. 1. júní 2014 01:10 Meirihlutinn í Reykjavík fallinn Samfylkingin fær samkvæmt nýjustu tölum fimm fulltrúa en Björt framtíð tvo. Framsóknarflokkur nær tveim mönnum. 1. júní 2014 01:00 Meirihlutinn í borginni aftur á réttum kili Samfylkingin tekur mann af Sjálfstæðisflokki samkvæmt nýjustu tölum í borginni. 1. júní 2014 01:54 Frambjóðendur í tilfinningarússíbana: Inn og út úr borgarstjórn "Það er allavega ekki hægt að segja annað en að þetta sé spennandi kosninganótt.“ 1. júní 2014 02:06 Framsóknarkonur fagna: „Ég held að konur geti allt“ Framsóknarkonur í Reykjavík sungu lagið Fljúgum hærra hátt og snjallt á kosningavöku Framsóknar í kvöld. 1. júní 2014 01:39 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Munu leggja til að lóðaúthlutun til mosku verði dregin til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, önnur kona á lista Framsóknarflokksins er ánægð með að meirihlutinn sé fallinn. 1. júní 2014 01:32
„Þetta er bara að skella í andlitinu á okkur núna“ S. Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar segist ekkert hafa rætt við Dag B. Eggertsson oddvita Samfylkingarinnar um hvaða flokk þeir myndu vilja taka með í meirihlutasamstarf í Reykjavík. 1. júní 2014 01:10
Meirihlutinn í Reykjavík fallinn Samfylkingin fær samkvæmt nýjustu tölum fimm fulltrúa en Björt framtíð tvo. Framsóknarflokkur nær tveim mönnum. 1. júní 2014 01:00
Meirihlutinn í borginni aftur á réttum kili Samfylkingin tekur mann af Sjálfstæðisflokki samkvæmt nýjustu tölum í borginni. 1. júní 2014 01:54
Frambjóðendur í tilfinningarússíbana: Inn og út úr borgarstjórn "Það er allavega ekki hægt að segja annað en að þetta sé spennandi kosninganótt.“ 1. júní 2014 02:06
Framsóknarkonur fagna: „Ég held að konur geti allt“ Framsóknarkonur í Reykjavík sungu lagið Fljúgum hærra hátt og snjallt á kosningavöku Framsóknar í kvöld. 1. júní 2014 01:39