Innlent

„Þetta er bara að skella í andlitinu á okkur núna“

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
„Það er bara svo mikið flökt á þessu að ég held að maður geti ekkert tjáð sig um þetta fyrr en það eru komnar lokaniðurstöður, þetta er mikil sveifla,“ segir S. Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar í samtali við Vísi en samkvæmt nýjustu tölum er meiri hluti Besta flokksins, forvera Bjartrar framtíðar og Samfylkingar fallinn.Flokkarnir fá samtals sjö fulltrúa, Samfylkingin fimm og Björt framtíð tvo.Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með fimm fulltrúa og þá fá Framsókn og flugvallarvinir tvo fulltrúa og Vinstri grænir einn.Aðspurður um hvort þeir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar hafi rætt hvaða flokk þeir myndu vilja taka inn í meirihlutasamstarfið segir Björn að þeir hafi ekkert rætt þann möguleika.„Nei við höfum nú ekki gert það en við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður, þetta er auðvitað bara tölur sem við vorum ekkert alveg búin undir þannig að það þarf eitthvað að skoða þetta upp á nýtt sýnist mér, ef að þetta verður niðurstaðan sem að við vitum ekkert hvort verður.“Hvaða flokk myndir þú vilja taka inn í meirihlutasamstarf með Samfylkingu?„Ég get ekkert sagt um það sko, þetta er bara að skella í andlitinu á okkur núna og við þurfum aðeins tíma til að melta þetta.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.