Innlent

Frambjóðendur í tilfinningarússíbana: Inn og út úr borgarstjórn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Það er allavega ekki hægt að segja annað en að þetta sé spennandi kosninganótt.“
„Það er allavega ekki hægt að segja annað en að þetta sé spennandi kosninganótt.“
„Tilfinningarússíbaninn er búinn að fara í svo marga hringi að ég veit eiginlega ekki hvað ég held lengur,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hún er ekki lengur inni í borgarstjórn, samkvæmt nýjustu tölum.

Hildur skipar 5. sæti á lista sjálfstæðismanna en kannanir síðustu daga hafa spáð því að flokkurinn fái aðeins þrjá menn.

„Niðurstaðan rímar við skoðanakannanir í síðustu viku, en þetta er vissulega spennandi,“ segir Hildur en hún þorir ekki að segja til um hvort hún komist aftur inn.

Hildur er stödd í Valhöll á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem hún segir fullt út úr dyrum og mikla stemmningu ríkja.

„Það er allavega ekki hægt að segja annað en að þetta sé spennandi kosninganótt.“

Sömu sögu er að segja af Heiðu Björg Hilmisdóttur sem skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samkvæmt síðustu tölum var hún ekki inni í borgarstjórn, en er nú komin inn.

„Það er mikil stemmning og spenna. Ég hef trú á að ég geti gert gagn og vill gjarnan komast að. En það kæmi mér svo sem ekkert á óvart ef við næðum sex mönnum inn,“ segir Heiða. Hún er stödd á kosningavöku Samfylkingarinnar í Reykjavík í Stúdentakjallaranum í Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×