Innlent

Meirihlutinn í borginni aftur á réttum kili

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Samfylkingin er nú aftur orðin stærsti flokkurinn í borginni.
Samfylkingin er nú aftur orðin stærsti flokkurinn í borginni.
Miklar sviptingar eru í tölunum sem birtast frá Reykjavík. Tíu mínútur í tvö las formaður kjörstjórnar upp tölur þegar rúmlega 37 þúsund atkvæði höfðu verið talin. Samkvæmt þeim tölum heldur meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, en fyrr í kvöld leit út fyrir að meirihlutinn væri fallinn.Samkvæmt tölunum sem lesnar voru upp nú stuttu fyrir klukkan tvö er Framsóknarflokkurinn með 12,2% atkvæða og tvo menn í borgarstjórn.Sjálfstæðisflokkurinn er með 23,3% og fjóra menn inni, en ekki fimm eins og samkvæmt tölunum á undan. Samfylkingin er með 34,6% og sex fulltrúa. Vinstri græn eru með sjö prósent og einn fulltrúa.Píratar eru með 5,1% og ná ekki inni manni. Sama á við um Alþýðufylkinguna sem fær 0,5% og Dögun sem fær 1,5%.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.