Innlent

Meirihlutinn í borginni aftur á réttum kili

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Samfylkingin er nú aftur orðin stærsti flokkurinn í borginni.
Samfylkingin er nú aftur orðin stærsti flokkurinn í borginni.

Miklar sviptingar eru í tölunum sem birtast frá Reykjavík. Tíu mínútur í tvö las formaður kjörstjórnar upp tölur þegar rúmlega 37 þúsund atkvæði höfðu verið talin. Samkvæmt þeim tölum heldur meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, en fyrr í kvöld leit út fyrir að meirihlutinn væri fallinn.

Samkvæmt tölunum sem lesnar voru upp nú stuttu fyrir klukkan tvö er Framsóknarflokkurinn með 12,2% atkvæða og tvo menn í borgarstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 23,3% og fjóra menn inni, en ekki fimm eins og samkvæmt tölunum á undan. Samfylkingin er með 34,6% og sex fulltrúa. Vinstri græn eru með sjö prósent og einn fulltrúa.

Píratar eru með 5,1% og ná ekki inni manni. Sama á við um Alþýðufylkinguna sem fær 0,5% og Dögun sem fær 1,5%.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.