Innlent

Framsóknarkonur fagna: „Ég held að konur geti allt“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Gleðin var við völd hjá framsóknarkonum í Reykjavík, sem sungu lagið Fljúgum hærra hátt og snjallt á kosningavöku Framsóknar og flugvallarvina í kvöld. 

Miðað við nýjustu úrslit eru þær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna J. Guðmundsdóttir, sem efstar eru á lista Framsóknarflokksins báðar inni í borgarstjórn.

„Það sem mér finnst skemmtilegast við það að í öllu þessu kvenréttindatali hjá rétttrúnaðarfemínistum, þá var alltaf talað um að konur séu ákvarðanafælnar og þora ekki að taka eitthvað á sig. En hérna standa fjórar konur sem tóku þetta með mjög stuttum fyrirvara að bjóða sig fram og ég held að konur geti allt,“ sagði Guðfinna. Það er því nokkuð ljóst að þær stöllur eru ansi sáttar með nýjustu tölur.

Meðfylgjandi myndband, sem Daníel Rúnarsson tók, talar sínu máli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.