Erlent

Hart barist á landamærum Úkraínu og Rússlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Hundruðir aðskilnaðarsinna réðust á landamærastöð úkraínska hersins.
Hundruðir aðskilnaðarsinna réðust á landamærastöð úkraínska hersins. Vísir/AP
Hundruðir aðskilnaðarsinna réðust á stöð landamæravarða úkraínska hersins við landamæri Rússlands í dag, vopnaðir sjálfvirkum vopnum og sprengjuvörpum. Í stöðinni er haldið utan um allar varnir Úkraínu við landamærin. Talsmaður hersins segir að minnst fimm aðskilnaðarsinnar hafi fallið í árásinni.

Í borginni Luhans, sem er tíu kílómetra frá herstöðinni, féllu minnst sjö í sprengingu sem aðskilnaðarsinnar segja að hafi verið loftárás hersins. Stjórnvöld í Kænugarði þvertaka fyrir að hafa framkvæmt árásina, að sögn AP fréttaveitunnar, og segja hafa verið ollið af eldflaug frá aðskilnaðarsinnum.

Úkraínski herinn hefur orðið fyrir árásum aðskilnaðarsinna, sem eru að reyna að komast yfir vopn og skotfæri. Blaðamaður AP sá einn þeirra falla, sem mennirnir sögðu vera leiðtoga aðskilnaðarsinna á svæðinu.

Um hundrað menn tóku þátt í fyrstu árásinni á stöðina, en þeir þurftu frá að falla. Eftir nokkra klukkutíma var fjöldi árásarmanna kominn upp í 400.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×