Erlent

G7 ríkin tilbúin að leggja frekari þvinganir á Rússland

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leiðtogar G7 hópsins á fundinum fyrr í dag.
Leiðtogar G7 hópsins á fundinum fyrr í dag. Vísir/AFP
Leiðtogar G7 ríkjahópsins sem nú hittast á fundi í Brussel í Belgíu segjast tilbúnir til þess að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Rússa vegna framferðis þeirra í Úkraínu.

Í sameiginlegri yfirlýsingu eru yfirvöld í Moskvu fordæmd fyrir að brjóta ítrekað á fullveldisrétti Úkraínumanna. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogarnir hittast allir saman eftir að Rússum var gert að yfirgefa hópinn, sem áður gekk undir nafninu G8.

Fundurinn er löngu ákveðinn og í fyrstu átti einmitt að halda hann í Rússlandi, í Ólympíuborgnni Sochi. Ekkert varð af þeim fundi eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga fyrr á árinu.

Obama Bandaríkjaforseti er á fundinum en á morgun liggur leið hans til Frakklands þar sem hann mun taka þátt í minningarathöfnum þar sem sjötíu ár eru nú liðin frá því innrásin í Normandý hófst. Vladimír Pútín Rússlandsforseti verður einnig á staðnum, en ekki er talið að þeir muni þó hittast í einrúmi. Pútín mun þó hitta nokkra leiðtoga annarra G7 ríkja í Frakklandi.


Tengdar fréttir

Ísland mannar stöðu hjá NATO vegna Krímskaga

Mikil áhersla er lögð á að öll aðildarríki NATO leggi í púkkið í viðbrögðum vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu. Einn fyrir alla og allir fyrir einn, segir framkvæmdastjóri bandalagsins. Varnarmálaráðherrar ræða langtímaáhrif krísunnar í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×