Erlent

Rúmlega 50 látnir eftir flóð í Afganistan

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögregla og aðrir þorpsbúar bera lík nokkurra þeirra sem létust í dag.
Lögregla og aðrir þorpsbúar bera lík nokkurra þeirra sem létust í dag. Vísir/AP
Rúmlega fimmtíu manns hafa látið lífið og þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín eftir skyndiflóð í norðurhluta Afganistan. Flóð og aurskriður hafa grandað fjölmörgum í þessum hluta landsins undanfarinn mánuð.

Lögregla í Guzirga i-Nur hverfinu segir við fréttaveituna AP í dag að margra sé enn saknað og að allt að hundrað manns gætu hafa látist í flóðunum. Hann segir að lið lögreglunnar á svæðinu ráði ekki við að leita að fólki og kallar eftir hjálp frá ríkisstjórn landsins.

Í síðasta mánuði misstu um sjöhundruð fjölskyldur heimili sín í gríðarstórri aurskriðu. Yfirvöld segja að ómögulegt sé að graða upp lík allra þeirra sem létust en fjöldi látinna gæti verið allt frá um 250 til um 2.700 manns.


Tengdar fréttir

Óttast um afdrif 2.500 manns

Miklar aurskriður féllu á þorp í í Badaksahn-héraði í norðurhluta Afganistans í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×