Erlent

Óttast um afdrif 2.500 manns

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Óttast er um afdrif 2.500 manns eftir að aurskriður féllu á þorp í í Badaksahn-héraði í norðurhluta Afganistan í dag. Þá er talið að um 300-400 hús hafi eyðilagst í skriðunum. AFP fréttastofan greinir frá.

Aðstæður hafa gert björgunarmönnum erfitt um vik þar sem mikil rigning er á svæðinu og jarðvegur mjög blautur.  Mikill skortur er á búnaði sem tefur starf björgunarmanna töluvert. Mikil hætta er talin vera á skriðuföllum.

Forseti Bandaríkjanna sagði í dag að hugur Bandaríkjamanna væri hjá íbúum Afganistan.

vísir/ap



Fleiri fréttir

Sjá meira


×