Erlent

Lögreglumaður misþyrmdi besta vini mannsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty
Lögreglumaður í bænum Hammond í Indiana fylki í Bandaríkjunum hefur verið leystur tímabundið frá störfum vegna ásakana um að hafa misþyrmt hundi sveitarinnar.

Á myndbandi, sem komst í dreifingu í netheimum í gær og má sjá hér að neðan, sést lögreglumaðurinn slá hundinn með ólinni og rífa hann upp á henni. Fólki í næsta húsi var svo um hegðun lögreglumannsins að það festi hana á myndband.

Bæjarstjórinn í Hammond, Tom McDermott, hefur tjáð sig vegna málsins og staðfest að lögreglumaðurinn sé í leyfi á meðan rannsókn fari fram.

„Þeir sem elska hunda jafnmikið og ég geri verða fyrir áfalli þegar þeir heyra af misþyrmingu hunda. Þegar um er að ræða hegðun hjá starfsmanni þínum er áfallið enn meira,“ segir í yfirlýsingu McDermott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×