Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Valur 1-2 | Valsmenn byrja með látum Henry Birgir Gunnarsson í Laugardal skrifar 4. maí 2014 00:01 Vísir / Vilhelm Gunnarsson Valsmenn sendu út skýr skilaboð í Laugardalnum í kvöld. Liðið skellti þá Íslandsmeisturum KR í stórskemmtilegum leik. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti. KR meira með boltann en Valsmenn gríðarlega duglegir í pressunni og gáfu KR-ingum engan tíma með boltann. Þeir sóttu svo hratt við hvert tækifæri. Fyrsta markið kom eftir flotta sendingu Hurst. Williamson tók boltann laglega niður og skoraði fallegt mark. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en komust ekki í gegnum sterka vörn Vals. Ef þeir gáfu háan bolta át Nielsen það allt saman og hann gerði hið sama er þeir reyndu að spila sig í gegn. Valsmenn alltaf hættulegir í sínum sóknaraðgerðum og þeir skoruðu annað mark með síðustu spyrnu hálfleiksins. Frábær aukaspyrna hjá Magnúsi Má sem Kristinn setti í netið. Valsmenn í toppmálum í leikhléi. Haukur Páll átti skalla í síðari hálfleik sem virtist fara inn en ekkert dæmt. Aðeins nokkrum sekúndum síðar skoraði varamaðurinn Gary Martin með skalla eftir hornspyrnu annars varamanns, Óskars Arnar Haukssonar. Tvöfalt kjaftshögg fyrir Valsmenn. Eftir markið tóku KR-ingar yfir leikinn en þeim gekk illa að skapa sér færi nema upp úr föstum leikatriðum. Þeir náðu í raun aldrei að skapa neina stórhættu og Valsmenn fögnuðu mjög sterkum sigri. Valsmenn voru magnaðir í dag. Pressan sem þeir settu á KR strax frá upphafi var til fyrirmyndar og KR-ingar fundu engar leiðir. Pressan tók auðvitað sinn toll undir lokin en þeir héldu út. Nýi miðvörður liðsins, Mads Nielsen, var stórkostlegur og er mikill fengur fyrir liðið. Williamson sprækur lengstum og Kristinn alltaf hættulegur frammi. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti eins og Gaupi segir ósjaldan. Magnús Már einnig öflugur og lagði upp mark með frábærri spyrnu. Valsmenn voru þéttir og með sama krafti geta þeir gert það virkilega gott í sumar. Haukur Páll meiddist í lokin og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur. KR-ingar áttu einfaldlega ekki svör við leik Vals í dag. Það var lokað á þá alls staðar og kantmenn liðsins höfðu nákvæmlega ekkert fram að færa. Það var ekki fyrr en Óskar og Gary komu inn sem eitthvað fór að gerast. Það var of lítið og of seint.Vísir/VilhelmBaldur: Sólin var að trufla okkur "Mjög slæm byrjun á leiknum fór illa með okkur. Það er slæmt að tapa uppkestinu á svona dögum því það er rosalega erfitt að spila á móti sólinni," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR. "Það var erfitt að horfa fram á við og við náðum aldrei neinum takti í okkar leik. Það var ekkert sjálfstraust í okkar spili og við kýldum boltanum bara fram. Varnarmennirnir og markvörðurinn töluðu um að það hefði verið erfitt að sjá fram í sólinni og skynja vegalengdir." Þessi sólarafsökun Baldurs er ódýr að mati blaðamanns enda spiluðu Valsmenn miklu betur og það var fyrst og fremst pressa Valsmanna sem gerði það að verkum að KR náði engum takti í sinn leik. "Ég er að segja að það er erfitt að spila okkar leik á móti svona sól. Þegar hún er svona lágt á lofti. Það er samt engin afsökun. Það er rétt hjá þér. Við vorum lélegir í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Valsmenn voru góðir í dag, ég tek það ekki af þeim. Þeir áttu sigurinn skilinn. "Við rifum okkur upp í seinni hálfleik en það dugði ekki. Nú er það bara næsti leikur. Það er nóg eftir af þessu móti."Vísir/VilhelmKristinn: Þetta var pottþétt mark hjá Hauki Kristinn Ingi Halldórsson, framherji Vals, brosti út að eyrum eftir leik en hann átti flottan leik og skoraði gott mark. "Við komum brjálaðir inn í leikinn og mér fannst við vinna þennan leik á baráttu," sagði Kristinn en pressa Valsmanna í leiknum var frábær. "Það var uppleggið og menn gjörsamlega keyrðu sig út. Ég viðurkenni að þetta var erfitt í lokin en við uppskárum þrjú stig." Valsmenn áttu líklega að fá dæmt mark skömmu áður en KR minnkaði muninn. "Þetta var pottþétt mark. Það þurfti karakter eftir þetta áfall og við sýndum hann. Rifum okkur upp. Það var mjög sterkt að vinna fyrsta leik en við verðum að mæta jafn brjálaðir í næsta leik." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Valsmenn sendu út skýr skilaboð í Laugardalnum í kvöld. Liðið skellti þá Íslandsmeisturum KR í stórskemmtilegum leik. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti. KR meira með boltann en Valsmenn gríðarlega duglegir í pressunni og gáfu KR-ingum engan tíma með boltann. Þeir sóttu svo hratt við hvert tækifæri. Fyrsta markið kom eftir flotta sendingu Hurst. Williamson tók boltann laglega niður og skoraði fallegt mark. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en komust ekki í gegnum sterka vörn Vals. Ef þeir gáfu háan bolta át Nielsen það allt saman og hann gerði hið sama er þeir reyndu að spila sig í gegn. Valsmenn alltaf hættulegir í sínum sóknaraðgerðum og þeir skoruðu annað mark með síðustu spyrnu hálfleiksins. Frábær aukaspyrna hjá Magnúsi Má sem Kristinn setti í netið. Valsmenn í toppmálum í leikhléi. Haukur Páll átti skalla í síðari hálfleik sem virtist fara inn en ekkert dæmt. Aðeins nokkrum sekúndum síðar skoraði varamaðurinn Gary Martin með skalla eftir hornspyrnu annars varamanns, Óskars Arnar Haukssonar. Tvöfalt kjaftshögg fyrir Valsmenn. Eftir markið tóku KR-ingar yfir leikinn en þeim gekk illa að skapa sér færi nema upp úr föstum leikatriðum. Þeir náðu í raun aldrei að skapa neina stórhættu og Valsmenn fögnuðu mjög sterkum sigri. Valsmenn voru magnaðir í dag. Pressan sem þeir settu á KR strax frá upphafi var til fyrirmyndar og KR-ingar fundu engar leiðir. Pressan tók auðvitað sinn toll undir lokin en þeir héldu út. Nýi miðvörður liðsins, Mads Nielsen, var stórkostlegur og er mikill fengur fyrir liðið. Williamson sprækur lengstum og Kristinn alltaf hættulegur frammi. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti eins og Gaupi segir ósjaldan. Magnús Már einnig öflugur og lagði upp mark með frábærri spyrnu. Valsmenn voru þéttir og með sama krafti geta þeir gert það virkilega gott í sumar. Haukur Páll meiddist í lokin og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur. KR-ingar áttu einfaldlega ekki svör við leik Vals í dag. Það var lokað á þá alls staðar og kantmenn liðsins höfðu nákvæmlega ekkert fram að færa. Það var ekki fyrr en Óskar og Gary komu inn sem eitthvað fór að gerast. Það var of lítið og of seint.Vísir/VilhelmBaldur: Sólin var að trufla okkur "Mjög slæm byrjun á leiknum fór illa með okkur. Það er slæmt að tapa uppkestinu á svona dögum því það er rosalega erfitt að spila á móti sólinni," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR. "Það var erfitt að horfa fram á við og við náðum aldrei neinum takti í okkar leik. Það var ekkert sjálfstraust í okkar spili og við kýldum boltanum bara fram. Varnarmennirnir og markvörðurinn töluðu um að það hefði verið erfitt að sjá fram í sólinni og skynja vegalengdir." Þessi sólarafsökun Baldurs er ódýr að mati blaðamanns enda spiluðu Valsmenn miklu betur og það var fyrst og fremst pressa Valsmanna sem gerði það að verkum að KR náði engum takti í sinn leik. "Ég er að segja að það er erfitt að spila okkar leik á móti svona sól. Þegar hún er svona lágt á lofti. Það er samt engin afsökun. Það er rétt hjá þér. Við vorum lélegir í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Valsmenn voru góðir í dag, ég tek það ekki af þeim. Þeir áttu sigurinn skilinn. "Við rifum okkur upp í seinni hálfleik en það dugði ekki. Nú er það bara næsti leikur. Það er nóg eftir af þessu móti."Vísir/VilhelmKristinn: Þetta var pottþétt mark hjá Hauki Kristinn Ingi Halldórsson, framherji Vals, brosti út að eyrum eftir leik en hann átti flottan leik og skoraði gott mark. "Við komum brjálaðir inn í leikinn og mér fannst við vinna þennan leik á baráttu," sagði Kristinn en pressa Valsmanna í leiknum var frábær. "Það var uppleggið og menn gjörsamlega keyrðu sig út. Ég viðurkenni að þetta var erfitt í lokin en við uppskárum þrjú stig." Valsmenn áttu líklega að fá dæmt mark skömmu áður en KR minnkaði muninn. "Þetta var pottþétt mark. Það þurfti karakter eftir þetta áfall og við sýndum hann. Rifum okkur upp. Það var mjög sterkt að vinna fyrsta leik en við verðum að mæta jafn brjálaðir í næsta leik."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann