Erlent

Tvíburasystur hittast í fyrsta sinn eftir 78 ár

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Systurnar Elizabeth og Ann.
Systurnar Elizabeth og Ann.
Tvíburasysturnar Ann Hunt og Elizabeth Hamel hittust á dögunum eftir að hafa verið aðskildar í nærri átta áratugi. Þær fæddust í Aldershot í Englandi árið 1936. Móðir þeirra var einstæð, faðir stúlkanna hafði látið sig hverfa fyrir fæðingu þeirra og var því önnur stúlka hennar, Hunt ættleidd.

Hunt vissi ekki að hún ætti tvíburasystur fyrr en fósturmóðir hennar lést. Leit hennar upphófst þá með aðstoð dóttur sinnar sem sendi Hamel bréf. Systurnar töluðu fyrst um sinn saman í síma og hittust þær í fyrsta sinn í síðustu viku.

Elizabeth Hamel, sem býr í Bandaríkjunum, vissi þó að hún að hún ætti systur en bjóst ekki við að fá að fá að nokkurn tímann hitta hana.

„Ég hef oft hugsað út í það hvernig hún lítur út, og nú skyndilega veit ég það,“ segir Hamel og bætir við að þetta sé óvænt en ánægjulegt.

Tekin voru sýni af systrunum sem staðfesti skyldleika þeirra.

Hér að neðan má sjá hjartnæma frétt BBC, sem greindi fyrst frá málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×