Erlent

Stjörnurnar mótmæla mannréttindabrotum í Brúnei

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Grínistinn Jay Leno var einn af skipuleggjendum mótmælanna.
Grínistinn Jay Leno var einn af skipuleggjendum mótmælanna. vísir/getty
Stjörnurnar í Hollywood fjölmenntu fyrir framan Beverly Hills-hótelið í Los Angeles á mánudag til þess að mótmæla nýrri löggjöf soldánsdæmisins Brúnei um hjúskaparbrot og samkynhneigð. Munu þeir sem brjóta hin nýju lög verða grýttir til dauða.

Beverly Hills-hótelið er í eigu Hassanal Bolkiah, soldánsins í Brúnei, og er vinsæll viðkomustaður fræga fólksins í Hollywood. Þar eru reglulega haldnir viðburðir tengdir kvikmyndabransanum en nú gæti það breyst.

Mótmælin voru skipulögð af grínistanum Jay Leno og spjallþáttastjórnandanum Ellen DeGeneres en ákvörðun stjórnvalda í Brúnei hefur verið fordæmd af borgarráði Beverly Hills. Þá hefur borgarstjórinn hvatt til þess að hótelið verði selt, auk annarra hótela í eigu soldánsins.

Fjölmörg samtök hafa aflýst viðburðum á sínum vegum sem halda átti á hótelinu og tísti auðkýfingurinn Richard Branson því á laugardag að hann starfsmenn hans og fjölskylda myndu ekki gista á hótelinu þar til mannréttindi yrðu virt í Brúnei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×