Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2014 15:25 „Gífurlega mikið ber á milli aðila,“ segir formaður FÍA og bendir því allt til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. Deilendur settust við samningaborðið klukkan 13 í dag í húsi Ríkissáttasemjara og stendur fundur enn yfir. Icelandair hefur þegar aflýst tuttugu og sex flugferðum á morgun og mun flug til og frá landinu raskast töluvert. Þá gæti verkfallið sett ferðaáætlanir tæplega sjö þúsund ferðalanga í uppnám.Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands telur að lög verði sett á verkfallið komi til allsherjarverkfalls.Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, telur að allt bendi til þess að lög verði sett á verkfallið náist samningar ekki fyrir boðað allsherjarverkfall. „Ef fortíðin hefur gott forspárgildi fyrir framtíðina, þá yrðu líklega sett lög á verkfallsaðgerðir flugmanna ef til allsherjarverkfalls kæmi.“Hann bendir þó á aðrar lausnir, svo sem gerðardóm, sem hægt væri að grípa til náist ekki sátt.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir verkfallsréttinn sterkasta vopn allra launþega.Réttur launþega hrifsaður burt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir verkfallsréttinn sterkasta vopn allra launamanna og því sé ekki rétt að hrifsa það burt. „Þetta er samningsréttur okkar sem Alþingi á ekki að hafa afskipti af. Það á ekki að setja lög á þessa hópa frekar en aðra. Það á ekki að beita ríkisvaldinu gegn þjóðinni og það stóð aldrei til að Alþingi fengi umboð til að beita sér gegn launamönnum. Það er brot á Alþýðusambandslögum og stjórnarskrá. Slík valdbeiting er óafsakanleg“ segir Gylfi. „Ég vona að flugmenn sýni samstöðu með öðrum starfsstéttum og deili kjörum með þeim.“Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir ansi langt í land í kjaradeilu flugmanna. Því séu miklar líkur á verkfalli.Um 300 flugmenn starfa hjá Icelandair og hafa þeir boðað til sex tímabundinna verkfalla takist samningar ekki. Verkföll eru boðuð 9., 16., og 20. maí frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis. Þá ætla flugmenn að leggja niður vinnu frá klukkan sex að morgni 23. maí til sex að morgni 25. maí hafi samningar við Icelandair ekki tekist. Einnig er boðað til verkfalls frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni þann 3. júní. Fyrirhuguð verkföll flugmanna setja því ferðaáætlanir þúsunda manna í uppnám á næstunni.Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), segist ekki vilja ræða kröfugerð flugmanna opinberlega en samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðallaun flugmanna og flugstjóra á bilinu 1,5 til 2 milljónir á mánuði. Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn krefjist þrjátíu prósenta hækkunar launa á samningstímanum.Umræður um lög á verkfall einkennilegar Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) við Icelandair hefur flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Byrjunarlaun nýs flugmanns hjá fyrirtækinu eru um hálf milljón króna á mánuði. Flugmenn höfnuðu samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Hafsteinn segir umræður um að setja lög sem banna verkfall flugmanna einkennilegar. Landið lokist ekki þó flugmenn Icelandair fari í verkfall. Hann bendir á að sjö til átta flugfélög fljúgi til og frá landinu í byrjun maí en þau verði átján í sumar.Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði, telur að kjaradeilan muni leystast von bráðar.Töluvert inngrip á samningsréttinnStefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði, segir að í gegnum tíðina hafi frekar verið sett lög á verkföll á gjaldeyrisskapandi starfsstéttir. Hún segir það þó ekki algengt því þetta sé töluvert inngrip á samningsrétt launþega. „Ef til þessara aðgerða kemur þá yrði þetta gert á þeim tíma sem þing er ekki starfandi. Þá þyrfti að setja bráðabirgðalög sem eru mjög sjaldgæf. En það þyrfti að vera kominn ægilega stór hnútur til að svo fari, “ segir Stefanía og bætir við að hún telji miklar líkur á að hnúturinn leysist í bráð. Mikið sé í húfi fyrir Icelandair, mikil samkeppni sé á markaðnum og ímynd þeirra í húfi. „Ég held líka að stjórnmálamenn séu ekki mikið að fara að blanda sér í þetta. Inngrip sem þetta yrði ekki vinsælt, svona rétt fyrir kosningar. En mögulega, kannski.“ Beint fjárhagstap Icelandair Group mun nema á bilinu 1,5 til 1,7 milljörðum króna ef verkfallið varir allan þann tíma sem boðað hefur verið. Tengdar fréttir Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00 Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 „Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15 Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00 Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22 Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Gífurlega mikið ber á milli aðila,“ segir formaður FÍA og bendir því allt til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. Deilendur settust við samningaborðið klukkan 13 í dag í húsi Ríkissáttasemjara og stendur fundur enn yfir. Icelandair hefur þegar aflýst tuttugu og sex flugferðum á morgun og mun flug til og frá landinu raskast töluvert. Þá gæti verkfallið sett ferðaáætlanir tæplega sjö þúsund ferðalanga í uppnám.Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands telur að lög verði sett á verkfallið komi til allsherjarverkfalls.Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, telur að allt bendi til þess að lög verði sett á verkfallið náist samningar ekki fyrir boðað allsherjarverkfall. „Ef fortíðin hefur gott forspárgildi fyrir framtíðina, þá yrðu líklega sett lög á verkfallsaðgerðir flugmanna ef til allsherjarverkfalls kæmi.“Hann bendir þó á aðrar lausnir, svo sem gerðardóm, sem hægt væri að grípa til náist ekki sátt.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir verkfallsréttinn sterkasta vopn allra launþega.Réttur launþega hrifsaður burt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir verkfallsréttinn sterkasta vopn allra launamanna og því sé ekki rétt að hrifsa það burt. „Þetta er samningsréttur okkar sem Alþingi á ekki að hafa afskipti af. Það á ekki að setja lög á þessa hópa frekar en aðra. Það á ekki að beita ríkisvaldinu gegn þjóðinni og það stóð aldrei til að Alþingi fengi umboð til að beita sér gegn launamönnum. Það er brot á Alþýðusambandslögum og stjórnarskrá. Slík valdbeiting er óafsakanleg“ segir Gylfi. „Ég vona að flugmenn sýni samstöðu með öðrum starfsstéttum og deili kjörum með þeim.“Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir ansi langt í land í kjaradeilu flugmanna. Því séu miklar líkur á verkfalli.Um 300 flugmenn starfa hjá Icelandair og hafa þeir boðað til sex tímabundinna verkfalla takist samningar ekki. Verkföll eru boðuð 9., 16., og 20. maí frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis. Þá ætla flugmenn að leggja niður vinnu frá klukkan sex að morgni 23. maí til sex að morgni 25. maí hafi samningar við Icelandair ekki tekist. Einnig er boðað til verkfalls frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni þann 3. júní. Fyrirhuguð verkföll flugmanna setja því ferðaáætlanir þúsunda manna í uppnám á næstunni.Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), segist ekki vilja ræða kröfugerð flugmanna opinberlega en samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðallaun flugmanna og flugstjóra á bilinu 1,5 til 2 milljónir á mánuði. Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn krefjist þrjátíu prósenta hækkunar launa á samningstímanum.Umræður um lög á verkfall einkennilegar Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) við Icelandair hefur flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Byrjunarlaun nýs flugmanns hjá fyrirtækinu eru um hálf milljón króna á mánuði. Flugmenn höfnuðu samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Hafsteinn segir umræður um að setja lög sem banna verkfall flugmanna einkennilegar. Landið lokist ekki þó flugmenn Icelandair fari í verkfall. Hann bendir á að sjö til átta flugfélög fljúgi til og frá landinu í byrjun maí en þau verði átján í sumar.Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði, telur að kjaradeilan muni leystast von bráðar.Töluvert inngrip á samningsréttinnStefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði, segir að í gegnum tíðina hafi frekar verið sett lög á verkföll á gjaldeyrisskapandi starfsstéttir. Hún segir það þó ekki algengt því þetta sé töluvert inngrip á samningsrétt launþega. „Ef til þessara aðgerða kemur þá yrði þetta gert á þeim tíma sem þing er ekki starfandi. Þá þyrfti að setja bráðabirgðalög sem eru mjög sjaldgæf. En það þyrfti að vera kominn ægilega stór hnútur til að svo fari, “ segir Stefanía og bætir við að hún telji miklar líkur á að hnúturinn leysist í bráð. Mikið sé í húfi fyrir Icelandair, mikil samkeppni sé á markaðnum og ímynd þeirra í húfi. „Ég held líka að stjórnmálamenn séu ekki mikið að fara að blanda sér í þetta. Inngrip sem þetta yrði ekki vinsælt, svona rétt fyrir kosningar. En mögulega, kannski.“ Beint fjárhagstap Icelandair Group mun nema á bilinu 1,5 til 1,7 milljörðum króna ef verkfallið varir allan þann tíma sem boðað hefur verið.
Tengdar fréttir Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00 Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 „Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15 Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00 Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22 Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00
Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08
„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15
Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00
Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22
Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38
Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00