Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. maí 2014 10:00 Fari flugmenn Icelandair í verkfall í fyrramálið verður veruleg röskun á flugi. Fréttablaðið/GVA Árangurslaus sáttafundur var í kjaradeilu flugmanna hjá Icelandair í gær. Sættir virðast ekki í sjónmáli. „Þetta horfir mjög þunglega og gengur mjög hægt,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Hann segir allar líkur á að verkfall hefjist á morgun. Flugmenn Icelandair hafa boðað til 12 tíma verkfalls klukkan sex í fyrramálið takist ekki samningar. Í framhaldinu eru boðuð fimm tímabundin verkföll fram í næsta mánuð auk yfirvinnubanns sem tekur gildi klukkan sex í fyrramálið. Verkfall gæti það raskað áætlunum um 7.000 farþega strax á morgun. Icelandair sendi tilkynningu til Kauphallarinnar vegna tjóns sem félagið gæti orðið fyrir vegna aðgerða flugmanna. Tjónið er sagt geta numið allt að 1,7 milljörðum króna. Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. „Það er fylgst vel með þróun mála. Við vonum að samningar takist áður en verkfall skellur á,“ segir Illugi. Komi til lagasetningar þurfi Alþingi ekki langan tíma til að setja lög til að binda endi á aðgerðirnar. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir að flugmenn hafi rætt hugsanlega lagasetningu á yfirvofandi verkfall en segir enga ástæðu til að óttast það. „Við getum ekki verið hræddir við það. Það verður bara að koma í ljós.“ Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Árangurslaus sáttafundur var í kjaradeilu flugmanna hjá Icelandair í gær. Sættir virðast ekki í sjónmáli. „Þetta horfir mjög þunglega og gengur mjög hægt,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Hann segir allar líkur á að verkfall hefjist á morgun. Flugmenn Icelandair hafa boðað til 12 tíma verkfalls klukkan sex í fyrramálið takist ekki samningar. Í framhaldinu eru boðuð fimm tímabundin verkföll fram í næsta mánuð auk yfirvinnubanns sem tekur gildi klukkan sex í fyrramálið. Verkfall gæti það raskað áætlunum um 7.000 farþega strax á morgun. Icelandair sendi tilkynningu til Kauphallarinnar vegna tjóns sem félagið gæti orðið fyrir vegna aðgerða flugmanna. Tjónið er sagt geta numið allt að 1,7 milljörðum króna. Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. „Það er fylgst vel með þróun mála. Við vonum að samningar takist áður en verkfall skellur á,“ segir Illugi. Komi til lagasetningar þurfi Alþingi ekki langan tíma til að setja lög til að binda endi á aðgerðirnar. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir að flugmenn hafi rætt hugsanlega lagasetningu á yfirvofandi verkfall en segir enga ástæðu til að óttast það. „Við getum ekki verið hræddir við það. Það verður bara að koma í ljós.“
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira