Erlent

Leiðtogi Sinn Féin handtekinn vegna gruns um aðild að morði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Adams gaf sig sjálfur fram við lögreglu og segist saklaus.
Adams gaf sig sjálfur fram við lögreglu og segist saklaus. vísir/afp
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin-stjórnmálaflokksins, var handtekinn í kvöld af lögreglu á Norður-Írlandi grunaður um aðild að morði á konu í Belfast árið 1972.

Jean McConville, 37 ára gömul tíu barna móðir, var numin á brott af heimili sínu í Belfast af liðsmönnum írska lýðveldishersins (IRA) og skotin til bana. Lík hennar fannst árið 2003.

Adams gaf sig sjálfur fram við lögreglu og segist saklaus. „Ég hef aldrei farið leynt með tengsl mín við IRA en ég á engan þátt í morðinu,“ sagði Adams í yfirlýsingu í síðasta mánuði, en lögreglan hefur handtekið nokkra vegna málsins að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×