Áhafnarmeðlimir drýgðu hetjudáðir Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2014 15:20 Vísir/AP Farþegar ferjunnar sem sökk við strendur Suður-Kóreu segja hetjusögur af áhafnarmeðlimum ferjunnar þrátt fyrir að mörgum þeirra, þá helst skipstjóranum er úthúðað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Síðustu orð hans voru: Ég er á leiðinni að bjarga börnunum,“ sagði Ahn So-hyun. Eiginmaður hennar er einn af þeim áhafnarmeðlimum sem ekki hafa fundist enn. Hann ræddi við konu sína í síma áður þegar hann var á leiðinni til að hjálpa 323 skólakrökkum sem voru um borð í ferjunni.AP fréttaveitan segir frá þessu. Koo Bon-hee sagði blaðamönnum frá því að fjórir úr áhöfninni, tveir menn og tvær konur, hafi gefið farþegum sem ekki voru með björgunarvesti, vestin sín. Meðal fyrstu líkanna sem fundust í ferjunni var hinn 22 ára, Park Ji-young, en þegar síðast sást til hennar var hún að hjálpa skólakrökkum frá borði, án þess að vera í vesti. Hún mun hafa sagt við farþega að áhafnarmeðlimir færu síðastir frá borði og hún kæmi í land þegar hún væri búin að hjálpa öllum. Oh Yong-seok, 57 ára stýrimaður, sagði að hann og fjórir aðrir úr áhöfninni hefðu brotið rúður á ferjunni utan frá og dregið sex farþega úr klefum sínum. Hann sagði annan úr áhöfninni, sem er í haldi yfirvalda, hafa notað þekkingu sína af skipinu til að leiðbeina björgunarmönnum að fólki. Að hann og samstarfsmenn sínir hafi hjálpað við björgun allt þar til embættismaður úr Strandgæslunni sagði þeim að fara í land. „Við lögðum hart að okkur, en fjölmiðlar tala ekki um það,“ sagði Oh með tárin í augunum á sjúkrahúsi. „Þessi í stað segja þeir að öll áhöfnin hafi flúið í land.“ Tala látinna er komin yfir hundrað, en hún gæti farið yfir 300, því enn er um 200 manns saknað. Alls voru 476 um borð í ferjunni. Búið er að handtaka skipstjóra ferjunnar og tvo aðra starfsmenn, sem sakaðir eru um vanrækslu og að yfirgefa fólk í neyð. Þá eru sex aðrir starfsmenn í haldi yfirvalda, en þeir hafa ekki verið handteknir eða ákærðir. Skipstjórinn, Lee Joon-seok sagði farþegum ferjunnar að halda til í klefum sínum þegar slagsíða kom á skipið. Eftir meira en hálftíma gaf hann skipun um að yfirgefa skipið og mun hann hafa farið með einum af fyrstu bátunum í land.Á þessari mynd frá strandgæslu Suður-Kóru sést þegar ferjan sökk.Vísir/AP Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Farþegar ferjunnar sem sökk við strendur Suður-Kóreu segja hetjusögur af áhafnarmeðlimum ferjunnar þrátt fyrir að mörgum þeirra, þá helst skipstjóranum er úthúðað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Síðustu orð hans voru: Ég er á leiðinni að bjarga börnunum,“ sagði Ahn So-hyun. Eiginmaður hennar er einn af þeim áhafnarmeðlimum sem ekki hafa fundist enn. Hann ræddi við konu sína í síma áður þegar hann var á leiðinni til að hjálpa 323 skólakrökkum sem voru um borð í ferjunni.AP fréttaveitan segir frá þessu. Koo Bon-hee sagði blaðamönnum frá því að fjórir úr áhöfninni, tveir menn og tvær konur, hafi gefið farþegum sem ekki voru með björgunarvesti, vestin sín. Meðal fyrstu líkanna sem fundust í ferjunni var hinn 22 ára, Park Ji-young, en þegar síðast sást til hennar var hún að hjálpa skólakrökkum frá borði, án þess að vera í vesti. Hún mun hafa sagt við farþega að áhafnarmeðlimir færu síðastir frá borði og hún kæmi í land þegar hún væri búin að hjálpa öllum. Oh Yong-seok, 57 ára stýrimaður, sagði að hann og fjórir aðrir úr áhöfninni hefðu brotið rúður á ferjunni utan frá og dregið sex farþega úr klefum sínum. Hann sagði annan úr áhöfninni, sem er í haldi yfirvalda, hafa notað þekkingu sína af skipinu til að leiðbeina björgunarmönnum að fólki. Að hann og samstarfsmenn sínir hafi hjálpað við björgun allt þar til embættismaður úr Strandgæslunni sagði þeim að fara í land. „Við lögðum hart að okkur, en fjölmiðlar tala ekki um það,“ sagði Oh með tárin í augunum á sjúkrahúsi. „Þessi í stað segja þeir að öll áhöfnin hafi flúið í land.“ Tala látinna er komin yfir hundrað, en hún gæti farið yfir 300, því enn er um 200 manns saknað. Alls voru 476 um borð í ferjunni. Búið er að handtaka skipstjóra ferjunnar og tvo aðra starfsmenn, sem sakaðir eru um vanrækslu og að yfirgefa fólk í neyð. Þá eru sex aðrir starfsmenn í haldi yfirvalda, en þeir hafa ekki verið handteknir eða ákærðir. Skipstjórinn, Lee Joon-seok sagði farþegum ferjunnar að halda til í klefum sínum þegar slagsíða kom á skipið. Eftir meira en hálftíma gaf hann skipun um að yfirgefa skipið og mun hann hafa farið með einum af fyrstu bátunum í land.Á þessari mynd frá strandgæslu Suður-Kóru sést þegar ferjan sökk.Vísir/AP
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira