Erlent

Reyndi að komast í flugstjórnarklefann

Maðurinn umræddi sem ku heita Matt Christopher.
Maðurinn umræddi sem ku heita Matt Christopher. Vísir/Getty
28 ára Ástrali var handtekinn á flugvellinum á eyjunni Balí í morgun grunaður um að hafa ætlað að ræna vél flugfélagsins Virgin Australia.

Flugmenn vélarinnar gerðu yfirvöldum viðvart eftir að maðurinn reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefann þegar vélinn var á flugi yfir Indónesíu.

Síðar kom í ljós að maðurinn var mjög ölvaður og æstur en hann ætlaði sér þó ekki að ræna vélinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×