Erlent

Þurftu að nauðlenda í Gautaborg eftir sprengjuhótun farþega

visir/ap
Flugvél norska flugfélagsins Norwegian sem var á leið frá Kaupmannahöfn til Osló þurfti að nauðlenda í Gautaborg í Svíþjóð í dag eftir að farþegi hótaði að sprengja vélina í loft upp.

Maðurinn fullyrti að hann hefði komið fyrir sprengju í farangursrými vélarinnar en sjónvarvottar segja að hann hafi talað rússnesku.

Vélin lenti heilu á höldnu á flugvellinum í Gautaborg og var maðurinn handtekinn. Sprengjusérfræðingar sænsku lögreglunnar leita nú í vélinni sem er af gerðinni Boeing 737. 94 voru um borð en engan sakaði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×