Erlent

Tveir hafa kynnt framboð sitt gegn Assad

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maher al-Hajjar, Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og Hassan Abdullah al-Nouri.
Maher al-Hajjar, Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og Hassan Abdullah al-Nouri. visir/ap
Maher al-Hajjar og Hassan Abdullah al-Nouri hafa lýst því yfir að þeir ætli sér að bjóða sig fram gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í forsetakosningunum 3. júní.

Maher al-Hajjar, er óháður þingmaður, og Hassan Abdullah al-Nuri, er kaupsýslumaður í heimalandinu.

Assad hefur enn ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en fjölmiðlar ytra telja víst að hann ætli sér það.

Framboðsfrestur rennur út í næstu viku en skelfileg borgarastyrjöld hefur verið þar í landi síðan árið 2011.

Yfir 150 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum í Sýrlandi og milljónir hafa flúið heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×