Erlent

Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu

Í nýrri skýrslu er því haldið fram að flensulyfið sé vita gagnslaust
Í nýrri skýrslu er því haldið fram að flensulyfið sé vita gagnslaust vísir/afp
Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur.

Í Bretlandi einu saman hefur tæpum fimmhundruð milljónum punda verið eytt í lyfið en í skýrslunni sem breska ríkisútvarpið greinir frá í dag er því haldið fram að Tamiflu hafi enga sérstaka kosti umfram venjulegt Paracetamol.

Lyfið hafi því ekkert hjálpað við að stemma stigu við útbreiðslu flensunnar og minnki ekkert líkurnar á því að sjúklingar veikist enn frekar, til að mynda af lungnabólgu. Lyfjarisinn Roche, sem framleiðir Tamiflu hefur þó gagnrýnt skýrsluna harðlega og segir niðurstöður hennar einfaldlega rangar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×